Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 68
68 íslands að sumrinu, nema á hæðarbungum þeim, sem jök- ull er á. Þó mun þetta ekki rannsakað. En þar sem klaki fer úr jörðu að sumrinu, ætti kjarr eða skógur að geta þrifizt, ef ekki vantar jarðveg fyrir ræturnar. Aður en Island byggðist, átti jurtaríkið liér á landi enga teljandi óvini, nerna ef vera kynni einhver skordýr. Jurtirn- ar höfðu einnig haft langan tíma, fyrir bygging landsins, til að leggja undir sig alla þá lífsmöguleika fyrir þær, sem á landinu voru, og líkurnar eru þá fyrir því, að þær hafi gert það. Þetta bendir til þess, að landið hljóti að hafa verið gróið eins vítt og grös gátu gróið, og þakið kjarri eða skógi þar, sem nægur eða hæfur jarðvegur var fyrir kjarr eða skóg. En hverjum kemur þetta í hug nú, er hann rennir augun- um yfir auðnir fjallanna og hálendisins? Menn eru orðnir eyðileggingunni svo vanir frá fyrstu bernsku, að mönnum finnst þetta eigi svo að vera, og þetta sé hið eðlilega ástand landsins. Menn hrífast af fegurð og tign landslagsins og syngja: „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring", en eygja alls ekki þá hörmungarsögu, er liggur að baki þess, sem þeir sjá með augum líkamans. Meðan landið var vaxið skógi og kjarri, fólst í þessu það, að landið allt var ræktað eins vítt og skógurinn eða kjarrið óx. Ræktun var þetta eins fyrir því, þótt hún væri gerð af náttúrunnar hendi. I þessari ræktun stóðu mikil auðæfi. Það var til að höndla þetta hnoss, að landið var numið, eða rétt- ara sagt: Það voru þessi auðæfi fyrst og fremst, sem gerðu landið byggilegt í augum manna þeirrar aldar, þótt sjávar- aflinn skipti einnig miklu máli þá. Það, hvernig byggðin var sett, fram um sveitir og dali undir fjallshlíðum, en ekki í þorp við sjóinn, þar sem lendingarskilyrði voru góð, tekur af öll tvímæli um þetta, svo að þar þarf engra frekari vitna við. Lágvaxnir laufskógar (en einnig háir eikar- og beykiskóg- ar) voru hin mestu auðæfi í fornöld og á miðöldum. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.