Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 68
68 íslands að sumrinu, nema á hæðarbungum þeim, sem jök- ull er á. Þó mun þetta ekki rannsakað. En þar sem klaki fer úr jörðu að sumrinu, ætti kjarr eða skógur að geta þrifizt, ef ekki vantar jarðveg fyrir ræturnar. Aður en Island byggðist, átti jurtaríkið liér á landi enga teljandi óvini, nerna ef vera kynni einhver skordýr. Jurtirn- ar höfðu einnig haft langan tíma, fyrir bygging landsins, til að leggja undir sig alla þá lífsmöguleika fyrir þær, sem á landinu voru, og líkurnar eru þá fyrir því, að þær hafi gert það. Þetta bendir til þess, að landið hljóti að hafa verið gróið eins vítt og grös gátu gróið, og þakið kjarri eða skógi þar, sem nægur eða hæfur jarðvegur var fyrir kjarr eða skóg. En hverjum kemur þetta í hug nú, er hann rennir augun- um yfir auðnir fjallanna og hálendisins? Menn eru orðnir eyðileggingunni svo vanir frá fyrstu bernsku, að mönnum finnst þetta eigi svo að vera, og þetta sé hið eðlilega ástand landsins. Menn hrífast af fegurð og tign landslagsins og syngja: „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring", en eygja alls ekki þá hörmungarsögu, er liggur að baki þess, sem þeir sjá með augum líkamans. Meðan landið var vaxið skógi og kjarri, fólst í þessu það, að landið allt var ræktað eins vítt og skógurinn eða kjarrið óx. Ræktun var þetta eins fyrir því, þótt hún væri gerð af náttúrunnar hendi. I þessari ræktun stóðu mikil auðæfi. Það var til að höndla þetta hnoss, að landið var numið, eða rétt- ara sagt: Það voru þessi auðæfi fyrst og fremst, sem gerðu landið byggilegt í augum manna þeirrar aldar, þótt sjávar- aflinn skipti einnig miklu máli þá. Það, hvernig byggðin var sett, fram um sveitir og dali undir fjallshlíðum, en ekki í þorp við sjóinn, þar sem lendingarskilyrði voru góð, tekur af öll tvímæli um þetta, svo að þar þarf engra frekari vitna við. Lágvaxnir laufskógar (en einnig háir eikar- og beykiskóg- ar) voru hin mestu auðæfi í fornöld og á miðöldum. Þeir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.