Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 77

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 77
77 Einungis sárfá mál eru nú meira aðkallandi en það, að hefjast handa til að stöðva eyðing landsins og vinna aftur það, sem bjargað verður af því mikla svæði, sem komið er í auðn. En slíku verður ekki komið til leiðar nema með skipu- lagsbundnu, einhuga og samtaka átaki allrar þjóðarinnar og þolgóðri baráttu hennar um langa tíma. í glímunni við þennan óvin þarf þjóð vor að notafæra sér það fullkomnasta baráttufyrirkomulag frjálsra manna, er fundið hefur verið upp,en það er skipulag hersins.Já, víst er það,að íbaráttunni við þennan óvin, þarf ekki að úthella blóði, ekki að „slá“, heldur „græða“. En það er engin ástæða gegn því, að vér not- færum oss ekki hið fullkomnasta og bezta starfs- og baráttu- fyrirkomulag og völ er á, eins og líka sjálfsagt er að notfæra sér hin fullkomnustu og stórvirkustu áhöld og tæki, sem völ er á. í þágu þessa máls er hið bezta ekki of gott og hið full- komnasta ekki of fullkomið. í þessari óblóðugu styrjöld við eyðilegginguna mun þjóð vorri ekki veita af að taka á allri þeirri þolinmæði, þraut- seigju, langlundargeði og öðrum þeim beztu skapkostum, sem hún á til. Henni ber að varpa frá sér öllum lúxus og hóg- lífisvenjum, en taka upp sparsemi, sjálfsaga, harðfylgi og baráttuvilja Spartverjans. Það er gæfubrautin, sem þjóð vor á að ganga, og herferð vor gegn eyðingu landsins á að vera fyrstu spor vor á þeirri braut. Baráttan gegn eyðingu landsins hlýtur aðallega að vera í því fólgin að klæða landið aftur skógi eins vítt og skógur eða kjarr getur vaxið sem yfirgróður, en öðrum gróðri þar, sem kjarrið getur ekki fest rót, en einhver gróðrarmold er enn ófokin. Ef kallað væri á sjálfboðaliða til slíkrar herferðar gegn eyðileggingu landsins, er ég ekki í efa um, að margir mundu bjóða sig fram. En slíkt mundi þó, er til lengdar léti, reynast öldungis ónóg. Hér dugar ekkert minna en það að herskylda allan æskulýð landsins, karla og konur, er með skóflu, haka,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.