Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 77

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 77
77 Einungis sárfá mál eru nú meira aðkallandi en það, að hefjast handa til að stöðva eyðing landsins og vinna aftur það, sem bjargað verður af því mikla svæði, sem komið er í auðn. En slíku verður ekki komið til leiðar nema með skipu- lagsbundnu, einhuga og samtaka átaki allrar þjóðarinnar og þolgóðri baráttu hennar um langa tíma. í glímunni við þennan óvin þarf þjóð vor að notafæra sér það fullkomnasta baráttufyrirkomulag frjálsra manna, er fundið hefur verið upp,en það er skipulag hersins.Já, víst er það,að íbaráttunni við þennan óvin, þarf ekki að úthella blóði, ekki að „slá“, heldur „græða“. En það er engin ástæða gegn því, að vér not- færum oss ekki hið fullkomnasta og bezta starfs- og baráttu- fyrirkomulag og völ er á, eins og líka sjálfsagt er að notfæra sér hin fullkomnustu og stórvirkustu áhöld og tæki, sem völ er á. í þágu þessa máls er hið bezta ekki of gott og hið full- komnasta ekki of fullkomið. í þessari óblóðugu styrjöld við eyðilegginguna mun þjóð vorri ekki veita af að taka á allri þeirri þolinmæði, þraut- seigju, langlundargeði og öðrum þeim beztu skapkostum, sem hún á til. Henni ber að varpa frá sér öllum lúxus og hóg- lífisvenjum, en taka upp sparsemi, sjálfsaga, harðfylgi og baráttuvilja Spartverjans. Það er gæfubrautin, sem þjóð vor á að ganga, og herferð vor gegn eyðingu landsins á að vera fyrstu spor vor á þeirri braut. Baráttan gegn eyðingu landsins hlýtur aðallega að vera í því fólgin að klæða landið aftur skógi eins vítt og skógur eða kjarr getur vaxið sem yfirgróður, en öðrum gróðri þar, sem kjarrið getur ekki fest rót, en einhver gróðrarmold er enn ófokin. Ef kallað væri á sjálfboðaliða til slíkrar herferðar gegn eyðileggingu landsins, er ég ekki í efa um, að margir mundu bjóða sig fram. En slíkt mundi þó, er til lengdar léti, reynast öldungis ónóg. Hér dugar ekkert minna en það að herskylda allan æskulýð landsins, karla og konur, er með skóflu, haka,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.