Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 6
6 Það virðist því vera full ástæða til að ganga út frá súg- þurrkun sem ágætri úrlausn við heyverkun í löndum með rakt veðurfar, svo sem á Islandi, og með hliðsjón af þeirri reynslu og tækni, sem íslenzkir bændur hafa þegar tileink- að sér við þessa heyverkun, virðist aðkomumanninum í hæsta máta ástæða til að vænta frekari árangurs af súgþurrk- uninni. Pressuti i búnt. Sú aðferð, að pressa heyið með vélum í búnt, jiegar það er hæft til stökkunar, er notuð að meira eða minna leyti í ýmsum löndum. Hægt er að nota léttpressun eða harðpress- un, þar sem pressumar eru nokkuð dýrar er auðveldara að koma þeim á framfæri, þar sem kornrækt er samhliða gras- ræktinni, því þá er hægt að nota pressurnar einnig við að búnta hálminn og gera hann meðfærilegan. Þar sem meginlandsloftslag og stöðugur þurrkur er ríkj- andi um heyskapartímann, svo sem í Bandaríkjunum, hef- ur reynzt vel að hætta á að pressa heyið í búnt þegar þurr- efnismagnið er 60—70%, reisa búntin því næst upp á enda og fullþurrka þau úti á enginu. Með þessari aðferð hefur náðst jafn góður árangur og við stökkun. Sé veðrið hins veg- ar óstöðugt, getur slík eftirþurrkun leitt til fullkominnar eyðileggingar á heyinu. Sé heyið léttpressað getur blásið nokkuð í gegnum búntin, svo þau þorna nokkuð fljótt eftir regn, en þá gengur vætan líka miklu meira í þau en ef þau eru harðpressuð. Harðpressunin þykir því öruggari ef búnt- in eiga að fullþurrkast úti, og það er nauðsynlegt meðan þurrefni heysins ekki nær 80% eða þar yfir. Þegar illa þurr- um búntum er ekið í hlöðu er hætta á, að í þeim hitni og getur þá orðið mikið efnatap samfara ornun og myglu. Öruggast er þá, þótt því fylgi einnig mikið tap, að þurrka heyið úti á vellinum þar til þurrefnið er orðið 80%, pressa það þá í búnt og aka þeim þegar í hlöðu. Slíkt hey hefur þó oft tapað miklu af verðmætum næringarefnum, einnig græna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.