Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Side 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Side 31
31 brautryðjendastörf í íslenzku þjóðlífi þrátt fyrir það. Geti ungir menntamenn nú á tímum ekki leikið þetta eftir er annað tveggja, að viðhorf þeirra til þjóðfélags þess, er hefur fóstrað þá, er annað en hinna eldri manna, eða sérhæfingin hefur þrengt svo sjónarsvið þeirra, að þeir treystu sér aðeins til að starfa á sínu sérsviði. Nú tel ég sjálfsagt, að þeir, sem stunda nám upp á eigin reikning, séu frjálsir að því, hvað þeir læra og geri það þá líka upp á eigin ábyrgð, en hins vegar virðist tímabært, þeg- ar þjóðfélagið kostar nánrið að verulegu leyti, annað hvort beint úr eigin sjóði eða stuðlar að því, að nemandinn hljóti styrki frá alþjóðlegum stofnunum eða erlendum stjórnar- völdum, þá hafi það einnig hönd í bagga með því, hvað lært er og ljái aðeins stuðning sinn til náms, sem hægt er að hag- nýta hér heima að óbreyttum ástæðum, eða sem er þannig vaxið, að þjóðfélagið er fært um að veita þá aðstöðu, sem með þarf, til þess að námið nýtist. Þetta segi ég ekki vegna þess, að störf þau eða fræði, sem þeir ungu menn, er nú virðast á flæðiskeri staddir, hafa lagt stund á að nema, séu óþörf, eða þær stofnanir, er þeir þurfa sér til stuðnings, séu ekki æskilegar, ef þær væru ekki fjárhagsgetu okkar ofvaxnar. Það er með þjóðfélögin eins og einstaklingana. Það er margt, sem augað gimist og gaman og gagnlegt væri að eignast, en þó verður að strika út af óskalistanum vegna þess, að pyngjan er of létt. F.n nú segja sérfræðingarnir, að ef við viljum lieita og vera menningarþjóðfélag, þá getum við hvorki án þeirra verið eða þeirra menningarstofnana, er þeir telja sig verða að fá, og sjálfsagt hafa þeir nokkuð til síns máls. Hér er það, sem alþjóðlegt samstarf getur aftur bjargað málunum. Það, sem einni smáþjóð er ofvaxið, geta nokkrar þjóðir vel gert í samstarfi. Þannig má koma upp stofnunum til þess að vinna þau sérfræði-, tækni- og vísindastörf, er þarfn- ast svo dýrra bygginga, tækja og starfskrafta, að smáþjóðir fá því ekki valdið. Vafalaust gæti hver einstök þjóð haft
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.