Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Síða 35
‘ir»
ið þau skilyrði til þess að vaxa, sem erfðaeðli hans þarfnað-
ist. Almennt er viðurkennt, að miklu fleiri I. verðlauna
hrútar reynast vel en II. verðlauna, og þar með er viður-
kennt, að flokkun hrútanna á sýningunum er réttmæt.
Hrútasýningarnar vekja umtal og áhuga fyrir sauðfjár-
ræktinni. Bændur fá þar hentugt tækifæri til þess að kynn-
ast sjálfir og af dómi annarra hrútaeign sveitunga sinna og
vita þar með betur en ella, hvert þeir eiga að snúa sér til
þess að kaupa kynbótakindur.
Afkvæmasýningar eru hér á landi nýlegur þáttur í bú-
fjárræktinni, en í þeim löndum, þar sem búfjárkynbótastarf-
semin er eldri og fullkomnari, eru afkvæmasýningar einn
þýðingarmesti þáttur hennar. Ekkert gefur jafn víðtækar og
iiruggar upplýsingar um raunverulegt kynbótagildi einstak-
lingsins og rannsóknir á afkvæmum hans, byggðar á full-
komnum afurðaskýrslum eða á hliðstæðum upplýsingum.
Afkvæmasýningar og margs konar afkvæmarannsóknir í
þágu búfjárræktarinnar, þarf að stórauka á næstu árum. Það
mun sýna sig, að þau héruð eða þeir bændur, er leggja nú
þegar áherzlu á þær og halda því áfram í vaxandi mæli,
munu á skömmum tíma skara framúr hvað viðkomandi bú-
fjárgreinar áhrærir.
Sauðfjárrœk tarfélögin.
Starfandi eru 10 sauðfjárræktarfélög á svæði B. S. S. Þ.
með um þrjú þúsund og sjö hundruð ær á skýrslum. Elst
þeirra, og jafnframt elzta starfandi félag á landinu, er Sauð-
fjárræktarfélag Mývetninga, stofnað 1939. Næsta félag er
stofnað 1942 í Fnjóskadal og hin átta árin 1948—’58.
Starfsemi þessara félaga er nú yfirleitt í góðu lagi og má
vænta verulegs árangurs af þeim. En að krefjast þess, að þau
sýni nú þegar stórar framfarir, er ekki réttmætt, þegar tekið
er tillit til þess, hvað flest þeirra eru ung og fjárskiptanna
árin 1944 til ’47, sem allir vita hvaða afleiðingar höfðu á
3*