Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 59
59 Mín reynsla er sú, að bændur vanfóðri mjög almennt 1. kálfs kvígur og kemur það að sjálfsögðu harðast niður á eðlisbeztu gripunum. Margt fleira gerir matið á kvígunum úti á búunum mjög erfitt og ónákvæmt. Þetta viðurkennir Stefán óbeint með því að játa, að nota þurfi til muna fleiri afkvæmi, þegar rannsóknin á að framkvæmast á búunum, heldur en á stöð. 2. Stefán segir, að með sinni aðferð sé „hægt að prófa dlitlegan hóp nauta árlega og til muna fleiri naut en hcegt verði að prófa á stöðvum í fyrirsjáanlegri framtíð." 1) Ég held Stefáni sjáist hér yfir mjög veigamikið atriði. Fjöldi nauta, sem árlega er unt að taka til prófunar er að sjálf- sögðu algerlega takmarkaður af þeim kúastofni, sem starfað er með og þar sem samtökin eru eins smá og hér verður aldrei hægt að prófa „álitlegan hóp nauta árlega“. Við getum miðað við S. N. E., önnur stærstu nautgripa- ræktarsamtökin á landinu. Skýrslufærðar kýr voru þar alls 1960 um 4165, þar af fullmjólka 2394. Árlegt viðhald, þ. e. kvígur að 1. kálíi, sem komu á skýrslu um 500. Ætti nú að prófa „álitlegan hóp nauta árlega" í þessum stofni, mættu þau varla vera færri en sex, og eigi prófunin að vera nokkuð örugg, má varla reikna með færri en 30 ásetningskvígum undan hverju nauti, því alltaf má gera ráð fyrir, að nokkrar heltist úr hverjum hóp vegna ýmiss konar skakkafalla. Á sambandssvæðinu yrðu þá árlega um 180 kvíg- ur, eða nær % af öllum ásetningskvígunum, bundnar af- kvæmarannsóknum. Nú er það svo, að bændur velja lífkvíg- ur þannig, að líkurnar séu sem mestar fyrir því, að þær reynist vel. Þeir velja þær ekki aðeins undan beztu kúnum heldur einnig undan góðurn, fullreyndum nautum, ef þess er kostur. Ég er því ekki viss um, að bændur væru ánægðir með að fá svo mikinn hluta af lífkvígum sínum undan óreyndum nautum, og ég er ekki heldur viss um, að það 1) Leturbreyting mín. — Ó. J.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.