Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 91
Aðalfundur 1960
Ár 1960, miðvikudaginn 10. ágúst var haldinn aðalfundur
Ræktunarfélags Norðurlands í fundarsal Hótel K. E. Ak-
ureyri.
Fundurinn hófst kl. 10 árdegis.
Formaður stjómar Ræktunarfélagsins, Steindór Steindcirs-
son, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Sér-
staklega bauð hann velkominn H. Land Jensen, tilrauna-
stjóra frá Danmörku, sem mættur var á fundinum í boði
Ræktunarfélagsins.
Þá var gengið til dagskrár þannig:
1. Kosinn fundarstjóri Steindór Steindórsson. Nefndi hann
til skrifara á fundinum: Fgil Bjarnason og Baldur Baldvins-
son.
2. Athuguð kjörbréf fulltrúa.
Þessir fulltrúar voru mættir á fundinum: Stjórnarnefnd
félagsins, þeir Steindcir Steindórsson, formaður, Olafur Jóns-
son gjaldkeri og fónas Kristjánsson, ritari.
Frá Ævifélagadeild Ræktunarfélags Norðurlands, Akur-
eyri: Ármann Dalmannsson, Karl Arngrímsson, Þorsteinn
Davíðsson.
Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar: Eggert Davíðsson, Ket-
ill Guðjónsson, Garðar Halldórsson.
Frá Búnaðarsambandi Suður-iÞingeyinga: Baldur Bald-
vinsson, Trygg-vi Sigtryggsson.
Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga: Kristján Karlsson, Jón
Sigurðsson, Gunnlaugur Björnsson.
Frá Búnaðarsambandi Vestur-Húnvetninga: Sigurður Lín-
dal, Lækjamóti.