Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 45
45 eyðingu byggða á síðustu árum til óhagstæðs veðurfars. Þannig voru heiðarbýlin, þar sem snjóþyngsli voru mikil á vetrum en sumrin stutt í óhagstæðum árum, fyrst yfirgefin. Flateyjardalur, Firðir og Látraströnd af svipuðum ástæðum og svo norðurhorn Vestfjarðanna. Vafalaust átti þó sam- gönguleysið líka sinn þátt í þessu. Veðurfarið hlýtur að koma í vaxandi mæli til greina við val bújarða, þ. e. hitinn, einkum sumarhitinn, úrkoman, magn hennar og hvenær og hvernig hún fellur, vindar, magn þeirra og átt. Þetta eru þau atriði, sem miklu ráða, um nýtingu annarra möguleika jarðarinnar. Þá eru það ræktunarskilyrðin, er mjög miklu máli skipta við val jarðar. Stærð ræktanlegs lands, gerð þess, ástand og lega. Á þessum tveimur atriðum, veðurskilyrðunum og ræktunarmöguleikunum, veltur ekki aðeins hve mikla rækt- un er hægt að framkvæma á jörðinni, heldur einnig hve fjölþætt ræktunin getur orðið, t. d. hvort þar er hagkvæmt að rækta kartöflur eða jafnvel korn. Af öðrum artiðum, er hafa verður hugföst við val jarða, má nefna: Aðstöðu til neyzluvatns eða virkjunar, afstöðu til vegar í nútíð og fram- tíð, rafleiðslu, síma og markaðar. Jafnframt því, sem æski- legt er að jörðinni fylgi mikið ræktunarland, þarf að meta aðstöðuna til ræktunar, svo sem grjótnám, tilfærslu og þó einkum framræsluþörfina, aðstöðu til vörzlu (girðinga) og vegalagninga. Ekki má heldur gleyma hugsanlegum göllum, svo sem hvort hætta er á landbroti af sjó eða fallvötnum, eða áföllum af áfoki, uppblæstri eða skriðum, og kemur þá til álita hve auðvelt er úr að bæta. Auðvitað þarf svo að meta þær umbætur, er gerðar hafa verið á jörðinni, hversu þær eru gerðar og hvort þær eru til frambúðar og samrým- ast því, sem gera þarf. B. Byggingarnar. Byggingum landbúnaðarins má skipta í tvennt. Annars vegar ibúðarhús, sem er óhjákvæmilegt alls staðar þar, sem fjölskyldur annast búreksturinn eða hann útheimtir teljandi fólkshald. Hins vegar gripahús og geymsl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.