Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 66

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 66
66 sem ræktunina og áburðarnotkun áhrærir, eins hagstætt og verða má fyrir nýtingu áburðarins. Það er fullkomið fásinni að ætla að bæta úr ágöllum ræktunarinnar með auk- inni áburðarnotknn. Um fóðurbœtirinn gildir nokkuð svipað og um tilbúna áburðinn. Kjarnfóðurgjöf er nauðsynleg, einkum í sam- bandi við nautgriparækt og mjólkurframleiðslu, eigi kýrn- ar að geta skilað fullum afrakstri. Heyfóður og annað gróf- fóður, sem ræktað er til að fóðra kýr á, er ekki nógu auðugt af næringu til þess að fullnægja fóðurþörf hámjólka kúa. Þær geta einfaldlega ekki torgað nógu miklu af því. Auð- vitað eigum við að keppa að því að spara kjarnfóður og gera hlut þess í framleiðslunni eins lítinn og unt er með hagkvæmum árangri, að minnsta kosti meðan fóðureining- in í kjarnfóðri er til muna dýrari heldur en í gróffóðrinu. Kemur þá aðallega tvennt til greina: í fyrsta lagi að keppa að því að framleiða heyfóður með sem mestu fóðurgildi, samhliða því sem mjólkurkýrnar eru látnar hafa sem kjarn- mesta og hagkvæmasta beit þann tíma, sem þær eru úti. í öðru lagi, að nota kjarnfóðrið aðeins eftir þörfum, en þá verður bóndinn líka að gera sér glögga grein fyrir því, hve mikið kýrnar geta étið af heyi og hvert fóðurgildi þess er. Þegar þetta er fundið er auðvelt að reikna út hve mikið kýrin getur mjólkað af heyfóðrinu einu saman, en fyrir það, sem hún mjólkar þar fram yfir, verður hún að fá kjarnfóð- ur, þ. e. um eitt kg af venjulegu kjarnfóðri fyrir hver 2.5 kg af 4% feitri mjólk. Til þess að geta hagað fóðruninni á réttan hátt verður bóndinn að fylgjast með nythæð kúnna, halda mjólkurskýrslu og vita nokkurn veginn hve feita mjólk hver kýr gefur á hverjum tíma. Hagfræðileg mörk kjarnfóðurgjafarinnar verða í þessu tilfelli þau, þeg- ar framleiðsluaukningin greiðir ekki lengur aukningu kjarnfóðursins. Mikið hagfræðilegt atriði er það líka að nota rétt kjarn- fóður. Þýðing kjarnfóðurgjafarinnar er nefnilega tvíþætt:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.