Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Page 126

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Page 126
12f> Kenningum þessum mætti skipa í tvo hópa eftir því, hvort þær eru reistar á ástandi og hegðun jarðarinnar sjálfrar og gufuhvolfs hennar, eru jarðrænar, sem kalla mætti, eða hvort þær gera ráð fyrir utanaðkomandi ástæð- um, breyttu ástandi í geimnum, en þann flokk mætti kalla geimrænan. Hér verður þó ekki þessari skilgreiningu fylgt, heldur verða tilgáturnar nefndar og raktar hver innan um aðra. Hins vegar liggur þó í augum uppi, hvernig þær mundu skipast í áðurgreinda flokka. 1. Kólnun jarðar. Því var lengi vel trúað, að jörðin hefði hafið feril sinn sem bráðin og glóandi eldkúla, jafnvel í upphafi sem funheitur gashnöttur. Smám saman kólnaði svo yfirborð hennar og stirðnaði, en glóðin varðveittist hið innra. Smám saman leitaði þó hitinn að sjálfsögðu til kald- ari staða — til yfirborðsins, þar sem hann hafði áhrif á loft- hitann. Þegar svo þessa innri hita hætti að gæta að nokkru ráði, kólnaði loftslagið og ísöld varð á þeim svæðum, þar sem geislun sólar naut sízt — við pólana. Þessi kennig fellur um sjálfa sig vegna þess, að samkvæmt henni hefði ísöld átt að verða varanlegt fyrirbæri, eftir að jörðin hafði kólnað að vissu marki. Hún skýrir því ekki eldri íaldir, sem vitað er um eða skipting ísalda í jökulskeið og hlýviðrisskeið. Auk þess telja nýrri kenningar, að jörðin hafi orðið til úr köldu efni, er hafi hitnað við samþjöppun og svo vegna orkuframleiðslu geislavirkra efna. Hún hafi því fremur hitnað með aldirnum en hið gagnstæða. Innri hiti jarðar sé þó ekki meiri en svo, að hans gæti sáralítið á yfirborði hennar og í sambandi við veðurfar. 2. Breytingar á geislun sólar. Flestar eða allar kenningar um orsakir ísaldar eru beint eða óbeint tengdar geislun sólar, en hér er aðeins átt við breytingar á því geislamagni, sem sólin sendir frá sér. Vitað er, að það er háð smásveifl- um, einkum í sambandi við sólbletti, en þær sveiflur eru bæði mjög litlar og áhrif þeirra skammæ. Þetta hefur ver- ið staðfest af Harald Johanson á mjög snjallan hátt. í stað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.