Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 6
hitinn fremur lágur. Árið 1964 voraði mjög snemma, tún
grænkuðu í marz, en um miðjan apríl kom kuldakast og
öllum gróðri fór aftur, samt var jörð orðin algræn um miðj-
an maí. Árið 1962, 1963, 1965 og 1966 urðu tún algræn um
mánaðarmót maí og júní.
LÝSING TILRAUNAR
Þegar tilraunin, sem greinin fjallar um, var skrásett í bók-
um Tilraunaráðs jarðræktar hlaut hún númerið 109—62.
Á bls. 9 er skipulag tilraunarinnar sýnt.
Grunnáburður var 83 kg/ha K og 100 kg/ha N, nema
árin 1964 og 1966, þá var borið á 120 kg/ha N. Notað var
tilraunakerfi hinna deildu reita (split plot) með 4 samreit-
um, þannig að reitirnir í tilrauninni voru alis 80. Árið 1962
var þrífosfat tætt niður eða dreift ofan á reiti, sem voru
40x8,9 = 356 m2. Hverjum þessara stóru reita var skipt í
5 reiti, sem fengu misstóra skammta af þrífosfati, þeir voru
8x8,9 = 71,2 m2. En árið 1963 var öilum minni reitunum
frá árinu áður skipt að endilöngu og 26,2 kg/ha P borið
árlega á annan hlutann, en enginn fosfóráburður á hinn
hlutann. Árin 1963—1966 var því stærð reitanna 4x8,9 =
35,6 m2. Vegna þeirrar tækni, sem beitt var við slátt, var
stærð uppskerureita mismunandi eða 17,5—19,5 m2. Áburð-
urinn var borinn á tilraunina og þrífosfat tætt niður í
helming reitanna 17. og 18. maí 1962, en Engmo vallarfox-
grasi var dreifsáð í tilraunina 25. maí. I tilraunina voru
þessar áburðartegundir notaðar: Þrífosfat með 19,7% P,
Kjarni (ammoníumnítrat) með 33,5% N og kalíumklóríð
með 41,5% K.
Sláttudagar voru sem hér segir:
1962
1963
1964
3/9
28/6 og 13/8 1965
7/7 og 26/8
12/7
8/7 og 3/9 1966
8