Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 33
vera að eðli og samsetningu. Einfaldast er líklega, að skil-
greina hann, sem það lag af yfirborði landsins, sem lífverur
finnast í, eða hafa átt þátt í að umbreyta eða mynda. Þessi
skilgreining stemmir þó ekki alveg við daglega notkun orðs-
ins, þar sem í henni felst, að jarðvegur sé einnig í yfirborði
sanda, mela og jafnvel kletta.
í eftirfarandi grein verður þó einkum rætt um jarðveg í
hinni venjulegu merkingu, þ. e. þurrlendis- eða móajarð-
veg og mýrajarðveg. Orðið mold er oftast notað um þurr-
lendisjarðveg, helzt móajarðveg, en virðist annars ekki hafa
neina fasta merkingu í málinu. Hér er það stöku sinnum
notað í staðinn fyrir orðið jarðvegur, svo og í samsetning-
unni gróðurmold, sem er það lag jarðvegsins, sem mest er
blandað lífrænum efnum.
LÍFSSKILYRÐIN
Lífsskilyrðin í jarðveginum eru á margan hátt hentug, þótt
í misjöfnum mæli sé. Veðurbreytinga gætir t. d. aðeins í
efstu 5—10 sm, og niður í eins metra dýpi gætir árstíðanna
heldur ekki verulega, þar ríkja hitastig, sem eru nálægt með-
alhita ársins. Þá er einnig áberandi hve jarðvegurinn er lengi
að hitna og lengi að kólna, en því er hann jafnan hlýastur
seinni part sumars eða að haustinu.
Hér á landi er raki jarðvegsins yfirleitt nægur, og oft mjög
mikill, en kröfur dýranna til jarðvegsraka eða jarðvatns eru
afar mismunandi. Margir ormar virðast þurfa vatn í vökva-
formi til að geta lifað, en ýmis önnur jarðvegsdýr þurfa að-
eins rakt loft, og þola jafnvel ekki vökva.
Flestar jarðvegsverur þurfa óbundið súrefni, til að geta
lifað, og því er loft einnig nauðsynlegt í jarðveginum. Sjálf
stuðla jarðvegsdýrin að loftun jarðvegsins með gangagreftri
sínum.
Fyrir hin smærri dýr, sem ekki geta grafið sér ganga, er
bygging jarðvegsins afar mikilvægt atriði. Gróf (samkorna)
bygging er að öðru jöfnu mikið hentugri en fín (sérkorna)
35