Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 29
HELGI HALLGRÍMSSON:
LÍFIÐ í JARÐVEGINUM
FORORÐ
Við rannsóknir síðustu áratuga hefur það komið í ljós, að
sá blettur er vandfundinn á jörðinni, þar sem ekki þróast
eitthvert líf. Nærri lætur því, að lífverur og næsta umhverfi
þeirra, myndi eins konar lag utan á jörðunni, sem kalla
mætti lífslagið eða lífshvolfið (biosphera). Þetta lag er afar
mismunandi þykkt. Þykkast er það í úthöfunum, þar sem
það getur verið margir kílómetrar. Á landinu er lagið yfir-
leitt þunnt, og að mestu bundið við yfirborðið og næstu
loftslög þar fyrir ofan. Þar sem laus jarðefni þekja landið,
nær lífslagið að jafnaði nokkuð ofaní þau. Skapast þar sér-
stakur lífheimur, sem kalla mætti moldarheim eða undir-
heim.
Að sumu leyti er þessi heimur einangraður frá heimi lofts-
ins eða yfirheiminum, en þó eiga sér stað mjög mikil skipti
á lífi og lífefnum, milli þessara heima. Hið alkunna mál-
tæki, af mold ertu kominn, og að moldu skaltu aftur verða,
lýsir þessum skiptum mjög vel. Langmestur hluti þess efnis,
sem byggir upp lífverur landsins, er kominn úr moldinni,
beint eða óbeint, og hverfur til hennar aftur, þegar lífveran
deyr. Þessi hringrás næringarefnanna milli loftheims og
moldarheims, hefur varað um aldur. Á henni hefur land-
lífið byggzt, og þarmeð einnig líf mannsins, að verulegu
leyti, þótt hann liafi reyndar ætíð sótt talsvert af fæðu sinni
í vötn eða sjó.
31