Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 62
taldir hafa mikla þýðingu fyrir jarðveginn. Annars er maura-
fræðin (Acarologia) fremur ung fræðigrein, og mikið eftir
ókannað innan vébanda hennar.
íslenzkir jarðvegsmaur-
ar hafa verið rannsakaðir
af Max Sellnic (Königs-
berg, Þýzkalandi) (Selln-
ick, 1940). Hann telur
um 165 maurategundir
héðan, þaraf um 30 teg-
undir af brynjumaurum.
Nii hefur nokkrum er-
lendum sérfræðingum
verið falið að rannsaka
maurana betur og rita
um þá í Zoology of Ice-
land.
Skorclýr (Insecta) eru
fjölskrúðugust allra lið-
dýraflokkanna, og teg-
undafjiildi þeirra lang-
mestur. Að manninum
undanskildum, eru þau drottnarar heimsins, enda á margan
hátt sambærileg við hann. Þó eru skordýrin nær eingöngu
landdýr, og mestur hluti þeirra lifir í jarðveginum, a. m. k.
einhvern hluta ævi sinnar. Oft er skordýrunum skipt í tvo
aðalflokka, vcengleysingja (Apterygota) og vcengbera (Ptery-
gota). Vængleysingjana mætti eins vel kalla frumskordýr, því
að þeir virðast að flestu leyti frumstæðari. Aðalheimkynni
vængleysingjanna eru í jarðveginum, en vængberarnir eru
yfirleitt loftdýr á síðasta stigi ævi sinnar.
Vængleysingjar skiptast aftur í nokkra undirflokka, og eru
þessir helztir: jrumskottur (Protura), skorfcetlur (Thysan-
ura), skjaldlýs (Coccinea) og mordýr, jarðflær eða stökkskott-
ur (Collembola). Af frumskottum hefur aðeins fundizt ein
tegund hér á landi, og af skorfætlum eru örfáar, og er silfur-
skottan sem hér er víða í húsum, þeirra þekktust.
9. raynd. Brynjumaur. (Oppia). Lengd
dýrsins er um 0,1 mm. — (Högni Böðv-
arsson).
64