Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 34
bygging, enda er talið að lífverurnar stuðli sjálfar mjög að samkornun moldarinnar. Hinn mélukenndi (byggingarlausi) jarðvegur móanna hér á landi, er því ekki líklegur til að búa yfir miklu lífi. Efnasamsetning jarðvegsins hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt jarðvegslíf. Má almennt telja, að því meiri og fjölbreytilegri sem næringarefnin eru, því auðugra er lífið í jarðveginum. Mikið magn eins eða fáeinna næringarefna, hefur þó lítið að segja ef önnur skortir að tiltölu. Gildir þar að jafnaði reglan, að það næringarefni, sem minnst er af tak- markar mest. Yfirleitt er talið að hæfilega kalkborinn jarð- vegur sé hentugri jarðvegslífinu, en súr jarðvegur. Flestar jarðvegsverur lifa að meira eða minna leyti á rotn- andi og hálfrotnuðum leyfum dýra og jurta. Einkum eru það grænu plönturnar, sem leggja slíkt efni til. Gróðurinn á yfirborði jarðvegsins er því mjög mikið atriði fyrir jarð- vegslífið. Er það yfirleitt því auðugra, sem gróðurinn er meiri og auðugri, og í gróðurlausu landi er að jafnaði lítið líf í jarðveginum. Hérlendis er rotnun jurtanna fremur hæg, og liggur því jafnan fyrir mikið magn lífrænna efna í efstu lögum jarð- vegsins (moldinni). Þetta verkar efalaust örvandi á sumar jarðvegsverur, enda virðast þær hafa nóg að bíta og brenna. JARÐVEGSVERUR (ALMENNT) Þess var áður getið, að mikil skipti á lífverum ættu sér stað milli moldar- og loftheimanna, auk þess sem lífið er jafnan fjölbreyttast á mörkum þessara heima. Margar lífverur búa hluta af ævi sinni í moldinni. Þannig er það t. d. með mörg æðri skordýr (flugur, fiðrildi, bjöllur o. fl.). (Talið er að um 95% allra skordýra lifi einhvern hluta ævi sinnar í jarðveg- inum.) Lirfur þeirra lifa oft og nærast í efstu lögum jarðvegsins og í yfirborði hans, og púpustigin (dvalastig) er oft að finna 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.