Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 34
bygging, enda er talið að lífverurnar stuðli sjálfar mjög að samkornun moldarinnar. Hinn mélukenndi (byggingarlausi) jarðvegur móanna hér á landi, er því ekki líklegur til að búa yfir miklu lífi. Efnasamsetning jarðvegsins hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt jarðvegslíf. Má almennt telja, að því meiri og fjölbreytilegri sem næringarefnin eru, því auðugra er lífið í jarðveginum. Mikið magn eins eða fáeinna næringarefna, hefur þó lítið að segja ef önnur skortir að tiltölu. Gildir þar að jafnaði reglan, að það næringarefni, sem minnst er af tak- markar mest. Yfirleitt er talið að hæfilega kalkborinn jarð- vegur sé hentugri jarðvegslífinu, en súr jarðvegur. Flestar jarðvegsverur lifa að meira eða minna leyti á rotn- andi og hálfrotnuðum leyfum dýra og jurta. Einkum eru það grænu plönturnar, sem leggja slíkt efni til. Gróðurinn á yfirborði jarðvegsins er því mjög mikið atriði fyrir jarð- vegslífið. Er það yfirleitt því auðugra, sem gróðurinn er meiri og auðugri, og í gróðurlausu landi er að jafnaði lítið líf í jarðveginum. Hérlendis er rotnun jurtanna fremur hæg, og liggur því jafnan fyrir mikið magn lífrænna efna í efstu lögum jarð- vegsins (moldinni). Þetta verkar efalaust örvandi á sumar jarðvegsverur, enda virðast þær hafa nóg að bíta og brenna. JARÐVEGSVERUR (ALMENNT) Þess var áður getið, að mikil skipti á lífverum ættu sér stað milli moldar- og loftheimanna, auk þess sem lífið er jafnan fjölbreyttast á mörkum þessara heima. Margar lífverur búa hluta af ævi sinni í moldinni. Þannig er það t. d. með mörg æðri skordýr (flugur, fiðrildi, bjöllur o. fl.). (Talið er að um 95% allra skordýra lifi einhvern hluta ævi sinnar í jarðveg- inum.) Lirfur þeirra lifa oft og nærast í efstu lögum jarðvegsins og í yfirborði hans, og púpustigin (dvalastig) er oft að finna 36

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.