Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 21
C. GRÓÐURFARSBREYTING
í þessari tilraun kemur það sama fram og áður er þekkt,
Friðrik Pálmason et al (1966), að það þarf töluvert magn af
fosfór í jarðvegi til að grös geti sprottið eðlilega upp af fræj-
um. Einkunnirnar, sem gefnar voru 1962 (sjá mynd 1),
styðja þá skoðun.
Eins og fyrr segir var eingöngu sáð vallarfoxgrasi í til-
rauinina. Það kom upp á eðlilegan hátt, en þar sem fosfór
skorti þroskuðust plöntumar illa og á reitum, sem ekiki
fengu fosfóráburð 1963—1966, dó vallarfoxgrasið fljótlega
út. Þar sem fosfórskorturinn var mikill var língresi orðið
ríkjandi grastegund í lök tilraunarinnar.
D. FOSFÓRMAGN
Á myndum 2 og 3 sýna súlumar fosfórmagnið í tilrauninni.
Óstrikuðu súlumar sýna fyrsta slátt, en þær þverstrikuðu
annan slátt. Nýræktarárið 1962, og árið eftir var mest magn
af fosfór í grasinu. Hins vegar var fosfórupptakan í kg/ha
meiri 1964 og 1965 á liðunum, sem fengu fosfóráburð ár-
lega.
í íslenzkum tilraunaniðurstöðum: Bjöm Jóhannesson,
1956, Óttar Geirsson, 1963, Magnús Óskarsson et al, 1964
og Jón Hólm Stefánsson, 1968, er algengt að fosfórmagn
síðari sláttar sé lægra en í þeim fyrri. Niðurstöður Magnúsar
et ál og Jóns sýna að fosfónmagnið lækkar mjög ört ef það
dregst að slá fyrsta slátt. Samkvæmt rannsóknum Bjama
Guðmundssonar (1965), gerðum á Engmo vallarfoxgrasi,
verður minna af blöðum miðað við stöngla þegar grösin
þroskaist. En það er minna af fosfór í stönglum en blöðum.
Telja má víst að fosfóranagn fyrsta sláttar falli mjög ört ef
ekki er slegið fyrr en grös eru skriðin og hlutfallslega milkill
hiluti uppskerunnar eru stönglar.
Saaukvæmt rannsóknum, sem áður hafa verið gerðar á
Hvanneyri, Magnús Óskarsson et al (1964), er grassprettan
venjulegast örust nokkra daga í lok júní og byrjun júlí, en
23