Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 45
4. mynd. Tæki til að reka út jarðvegsdýr i Rannsóknastöðinni á Vikur-
bakka.
hins vegar að breyta aðferðinni lítillega. Þessi dýr hafa mörg
það eðli, að kipra sig saman og mynda dvalastig, sem ekki
geta hreyft sig, þegar skilyrðin verða á einhvern hátt óhent-
ug, svo sem við þurrk. Auk þess yfirgefa þau ógjarnan mold-
arhnausinn, enda sum þeirra ófær um að slíta sig úr jarð-
vatnsdropunum, sem þau lifa í (t. d. frumdýrin). Því verður
brottrekstur þessara dýra að gerast í vatni. Eru þá festar
gúmmíslöngur neðan á trektarnar, og þær síðan lokaðar með
klemmum. Síðan eru trektar og slöngur fylltar með vatni,
og sýnishnausinn settur þar ofan í, eftir að vafið hefur verið
um hann grisju. Vatnið og hnausinn í trektinni er síðan
hitað ofan frá, á sama hátt og áður er lýst, allt að 30 gráð-
um. (Til hitunarinnar er venjulega notuð rafmagnspera.)
Eftir um sólarhring eru dýrin komin úr hnausnum ofan í
vatnið í slöngunni, því að þar er vatnið kaldast, og má þá
tappa þau af með vatninu úr slöngunni.
Ekki verður þessi aðferð nýtt við frumverur eða plöntur,
vegna þess að þær eru yfirleitt ekki sjálfhreyfanlegar. Fyrir
47