Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 63
Skjaldlýs (Coccinea) eru breiðvaxin, klunnaleg skordýr, með þykkt hýði (skjöld) utanum líkamann. Ein tegund skjaldlúsa er mjög algeng hér á landi í mosalaginu. (Arctor- thecea Catapracta) (Jarðlús). Af mordýrum (jarðflóm) (Collembola) er hins vegar mesti fjöldi hérlendis (um 60 teg.), og lifa flest þeirra í jarðvegin- um, eða í nánum tengslum við hann. Yfirleitt eru mordýrin lítil, en greinast þó flest með berum augum, eða með lúpu- stækkun. Mörg þeirra hafa tvöfaldan stökkhala aftarlega á bolnum, og geta tekið með honum ótrúlega löng stökk. Hjá þeim tegundum, sem að staðaldri lifa neðan jarðar er þó stökkhalinn lítill eða enginn, og mörg þeirra eru blind, enda líta þau sjálfsagt aldrei „glaðan dag“. Mordýrin eru einnig algeng í grasi og mosa, sveppum o. s. frv. Þau sem eru í grasi eru oft nefnd jarðflær, enda stökkva þau ekki ósvipað flóm. Stundum setjast þessi dýr á vatns- polla svo þétt, að vatnsborðið litast af því og verður blá- eða grænleitt, eftir lit dýranna, en þetta fyrirbæri er kallað mor (eða blámor) og er þaðan dregið hið íslenzka nafn dýranna. Sérkennilegustu mordýrin eru svonefnd hnoðamordýr eða gullmor (Sminthuridae), en bolur þeirra og höfuð er ein- kennilega samanhnoðað og oft misjafnlega litað. Annars eru flest mordýr aflöng og fremur mjóslegin. Þau hafa sex fæt- ur, eins og önnur skordýr, og tvo fálmara fram úr hausnum, og auk þess stökkhalann áðurnefnda. Mordýrin lifa aðallega á ýmsum rotnandi efnum, eink- um plöntuhlutum, einnig á bakteríum, frumdýrum og jafn- vel sveppum. Þau eru talin gegna miklu hlutverki í jarð- vegsbúskapnum, enda er yfirleitt því meira af þeim sem jarð- vegurinn er frjósamari. Af öðrum skordýrum (vængberum), eru það helzt ýmsar bjöllutegundir (Coleoptera), sem lifa að staðaldri í jarðveg- inum, og teljast mega eiginleg jarðvegsdýr. Eru þær eink- um af œtt jötunuxanna (Staphylinidae), en yfirleitt miklu minni en þeir. Flestar bjöllur, fjölmargar flugutegundir (Diptera), æð- vængjur (Hymenoptera) og fiðrildi (Lepidoptera) lifa sem 5 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.