Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 18
plönturnar tóku upp, má ekki taka það o£ bókstaflega. Hluti
af uppteknum fosfór kann að eiga uppruna að rek'ja tíl fos-
fórforða jarðvegsins.
Árið 1966 var kalsíum mælt í töðunni af tilraunareitun-
um. Kalsíummagnið var mjög lágt, sérstaklega í þeim liðum
sem ekki fengu fosfóráburð 1963—1966.
ÁLYKTANIR
A. AÐFERÐIR VIÐ DREIFINGU Á FOSFÓR í NÝRÆKT
Eitt af einkennum á fosfór, sem jurtanærandi efni er hvað
hann hreyfist lítið í jarðveginum. Oft er óræktuð jörð snauð
af fosfór, nýtanlegum fyrir jurtir, jafnvel þó að töluvert sé
af honum í jarðveginum. Sumsstaðar erlendis bera menn
því mikið magn fosfóráburðar í nýrækt til að gróðurinn
njóti næstu ár eftirverkana áburðarins. Þess vegna hafa víða
verið gerðar rannsóknir á því, hvernig eigi að koma fosfór-
áburði fyrir í jarðvegi, svo að jurtir ná auðveldlega til hans.
Tilraun nr. 109—62, sem fjallað er um í þessari grein, átti
meðal annars að sýna hvernig koma ætti fosfór fyrir í ný-
ræktarflagi. Töflur I—V sýna að sum árin hefur verið greini-
legur marktækur munur á því, hve yfirbreiddur fosfór hef-
ur gefið meiri uppskeru en niðurtættur. Til að auðvelda
samanburð á uppskerutölum (meðaltölum), eru þær teknar
saman í töflu VIII.
Niðurstaðan er, að uppskeran verður minni ef fosfór-
áburður er tættur niður í mýraflög en ef hann er breiddur
ofan á. Þetta er sams konar niðurstaða og fengizt hefur áður
í tilraunum frá Hvanneyri og rætt er um í ritgerð Friðriks
Pálmasonar et al (1966).
Til eru erlendar tilraunaniðurstöður, sem eru samhljóða
niðurstöðunum frá Hvanneyri. I ritgerð frá Noregi, Uhlen,
G. et al (1965), segir svo: „. . . að superfosfat, sem dreift er
á yfirborðið hafi meiri áhrif en fosfór, sem blandað er sam-
20