Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 1
ÓLAFUR JÓNSSON:
TVÆR MERKISKONUR
Síðastliðið sumar önduðust tvær aldurhnignar konur, er báð-
ar höfðu komið mikið við sögu Ræktunarfélags Norðurlands
og starfsemi þess í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Það voru þær
Jóna M. Jónsdóttir frá Sökku í Svarfaðardal og María Daní-
elsdóttir frá Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi.
Ekki er það ætlun mín að rekja hér ævi þessara ágætu heið-
urskvenna, en mig langar til að minnast þeirra lauslega og
vekja athygli á því ágæta starfi, er þær unnu hvor á sínu sviði
og þá fyrst og fremst í þjónustu Ræktunarfélagsins. Má ég
þar gleggst um dæma, því þjónusta þeirra við félagið er veitt
á því tímabili, er ég var þar framkvæmdastjóri.
Jóna M. Jónsdóttir var ráðin að Gróðrarstöð Ræktunarfé-
lagsins vorið 1924, sama vorið og ég tók þar til starfa. Við-
fangsefni hennar í stöðinni voru næsta fjölbreytt. Hún sá
fyrst og fremst um hirðingu stöðvarinnar og uppeldi margs
konar trjáa, runna og blómjurta, eigi aðeins til skreytingar
stöðvarinnar sjálfrar, heldur einnig til dreifingar í bæinn og
víðs vegar út um land. Ennfremur annaðist hún um ræktun
margháttaðra matjurta og hafði alla umsjá með garðyrkju-
námskeiðum þeim, er þá voru haldin í Gróðrarstöðinni, aðal-
lega að vorinu en að nokkru allt sumarið. Þá sá hún líka að
verulegu leyti um það að koma afurðum Gróðrarstöðvar-
innar í verð.
Þessi fjölbreyttu og vandasömu störf leysti Jóna af hönd-
um eins og bezt varð á kosið. Kom J>ar bæði til greina, að
3