Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 56
6. mynd. A þráðormar (Nematoda). (Frickhinger). — B hjóld'ýr úr jarð-
vegi. (Brauns).
5. Hjóldýr (Rotatoria) eru örlítil dýr, aflöng (oft kylfu-
laga). Hýði þeirra er samsett af nokkrum hólkum, sem geta
dregist hver inní annan, en að öðru leyti er ekki um að ræða
beina liðskiptingu. Nafnið hafa þau fengið af bifhárakröns-
um, sem oftast má finna framan á dýrinu. Bifhárin hafa hátt-
bundna sveiflu, sem gengur í hringi eftir kransinum, og er
því líkast sem þar snúist hjól. Hjá jarðvegshjóldýrum vant-
ar þó oft þessa kransa, en til að hreyfa sig nota þau gjarnan
þá aðferð að ,,spanna“ sig áfram, líkt og blóðsugur. Hjól-
dýrin eru mest í rökum jarðvegi, og langmest í mosa og
svarðlaginu, eða sem næst því. Því er við brugðið hve hjól-
dýrin eru lífseig, enda þola þau bæði mikið frost og mikinn
og langvarandi þurrk, án þess að verða meint af því. Lítið er
vitað um hjóldýr á íslandi.
6. Þráðormar, nálgar (Nematoda) eru ljósir eða glærir,
58