Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 72
innsveit, eins og staðreyndin er með jarðveginn úr sömu
sveitum. Reyndin er meira að segja sú, að helzti mismunur
á útsveita- og innsveitatöðu liggur í því, að í útsveitatöð-
unni er meira magn af magníum og natríum en minna magn
a£ kalí heldur en í innsveitatöðunni. Að þessum upplýsing-
um fengnum, er nærtækt að álykta sem svo, að steinefna-
magn í útsveitatöðu sé hagstæðara til fóðurs þrátt fyrir óhag-
stæðari jarðveg. Þessi atriði væri æskilegt að rannsaka nánar;
einnig að gera samanburð á heilsufari gripa á báðum þessum
stöðum, og kanna hvort þar er nokkur munur á, og hvað sé
bezt til úrbóta á hvorum stað svo vel fari.
Haustið 1968 var ráðin til starfa hjá Rannsóknarstofunni
Matthildur Egilsdóttir. Starfaði hún til maíloka 1969. Við
áramót tók undirritaður við stöðu sem tilraunastjóri við
Tilraunastöðina á Akureyri og hefur síðan einungis unnið
að hluta við Rannsóknarstofuna. Frá októberbyrjun er ráð-
inn nýr maður til Rannsóknarstofunnar. Er það Þórarinn
Lárusson. Þórarinn lauk prófi úr framhaldsdeild Bænda-
skólans á Hvanneyri 1963. Starfaði því næst á tilraunastöð-
inni á Skriðuklaustri um nokkurt skeið, en fór því næst utan
til framhaldsnáms. Dvaldi hann í Fargo í Norður-Dakóta-
og lauk þaðan masterprófi haustið 1969. Aðalnámsgrein
Þórarins var fóðurfræði. Væntum við alls hins bezta af störf-
um hans hér á norðurslóðum og bjóðum hann hjartanlega
velkominn. Á haustdögum voru einnig ráðnar tvær starfs-
stúlkur, er hvor um sig vinnur hálfsdagsvinnu. Heita þessar
stúlkur Matthildur Egilsdóttir, sú hin sama er fyrr hefur
unnið hjá stofunni, og Guðborg Jónsdóttir.
Ræktunarfélag Norðurlands hefur, ásamt fleiri aðilum:
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Sambandi nautgriparæktar-
félaga í Eyjafirði og Tilraunastöðinni, unnið að því undan-
farið að reyna að koma upp landbúnaðarbókasafni á Akur-
eyri. Er nú búið að safna saman flestu af því, sem tiltækt
var af ritum og bókum í eitt herbergi, og unnið að því,
eftir því sem tími hefur unnist til, að koma skipulagi á þetta
safn. Hefur það fram til þessa gengið heldur hægt, en þó er
farið að rofa til, og segja má, að nú vanti aðeins herzlumun-
74