Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 32
móberginu eða úr eldfjallaösku og vikri, sem er nær ein-
göngu slíkt gler.
Vegna stöðugra eldgosa, og þó einkum vegna mikils upp-
blásturs á miðhálendi landsins, fýkur stöðugt á þann jarð-
veg sem fyrir er, og er þykknun hans því afar hröð, og lík-
lega hraðari en annars staðar þekkist. Efsta lag hans er því
jafnan mjög ungt og lítið umbreytt af veðrunaröflum, bygg-
ing hans er veik, og hann er viðkvæmur fyrir hvers konar
utanaðkomandi öflum.
í fjallahlíðum er þó víða til önnur tegund af jarðvegi,
sem að mestu er mynduð af veðrun bergsins ofar í hlíðun-
um.
Hér er þó sagan ekki nema hálfsögð. í fótspor hopandi
jökla síðasta ísaldarskeiðs, fylgdu lífverur, sem hjarað höfðu
í fjallahlíðum og tindum, eða bárust með vindum, fuglum
o. s. frv. yfir sæinn víða. Grunnurinn, sem jöklarnir höfðu
skilið eftir, reyndist frjósamur til jarðvegsmyndunar. Mosar
og fósturplöntur námu landið fyrst þar sem laust var, en
skófir settust að á steinum, klettum o. s. frv. Bakteríur,
sveppir og smádýr fylgdu plöntunum eftir og settust að í
efsta borði jarðgrunnsins, sem nú breyttist smám saman,
fyrir tilverknað lífveranna og hinna veðrandi afla í eiginleg-
an jarðveg. (Sbr. Lindroth, 1965.) í lægðum, þar sem blautt
var, söfnuðust leifar jurta og dýra fyrir, án þess að rotna
verulega. Þar mynduðust mýrar, með þykkum lögum af mó
eða sverði, blönduðum áfoksefnum.
I þurrlendinu varð rotnun þessara leyfa hins vegar alger,
og þar er þær aðeins að finna í efstu 10—15 sm (gróðurmold-
arlaginu). Aðeins skeljar kísilþörunga vitna um það líf, sem
þróaðist þar fyrr á öldum.
Þar sem klettar skaga upp úr landinu umhverfis, eða út
úr fjallahlíðum, hefur enginn jarðvegur né jarðvegsgrunn-
ur náð að safnast. Þar er bergið sjálft undirstaða gróðurs og
dýralífs, og þó það lag sé að jafnaði mjög þunnt, hefur það
þó vissa líkingu við jarðveginn og samsvarar honum.
Af því sem hér hefur verið rakið má sjá, að erfitt er að
skilgreina jarðveginn svo vel sé, svo misjafn virðist hann
34