Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 24
E. KALSÍUMMAGN
Kallsíum var aðeins ákvarðað í uppskeru síðasta ár tilraun-
arinnar, svo að segja má að ákvarðanirnar hafi engum spurn-
ingum svarað, en hins vegar vakið nokkrar. Kalsíummagn
uppskerunnar var ákaflega lágt, ekki sízt í reitum þar sem
þrífosfat var tætt niður 1962 og fékk síðan engan fosfór.
í þrífosfati er um 14% kalsíum, Tisdale S. et al (1956).
Kalsíummagnið sem einstakir liðir tilraunarinnar fengu eru
eftir því sem hér segir:
Kg/ha Ca
26,2 kg/lia P í þrífosfati gera 19
52,4 kg/ha P í þrífosfati gera 37
78,6 kg/ha P í þrífosfati gera 56
104,9 kg/ha P í þrífosfati gera 75
131,1 kg/ha P í þrífosfati gera 93
157,3 kg/ha P í þrífosfati gera 112
183,5 kg/ha P í þrífosfati gera 131
209,8 kg/ha P í þrifosfati gera 149
236,0 kg/lia P í þrífosfati gera 168
Fosfórskammturinn, sem getið er um í síðustu línu er
stærsti skammturinn af þrífosfati 1962 (131,1 kg/ha P og
við það bætist 26,2 kg/ha P árlega 1963—1966), eða alls 1200
kg af þrífosfati. Þetta er sama kasíummagn og er í um 500
kg af Akraneskalki. Flestir telja að kalsíum í þrífosfati hafi
ekki áhrif á sýrustig jarðvegsins. Um það segir Nilsson,
K. O. (1959) t. d.: „Gipsið (CaS04) í þrífosfati hefur ekki
áhrif á sýrustig jarðvegsins, en jurtirnar taka kalsíum auð-
vitað upp og nota það sem næringu, eins og kalsíum úr öðr-
um söltum." Tafla IX bendir til að vaxandi magn af þrí-
íosfati hafi aukið kalsíummagn uppskerunnar. Svipaðar
niðurstöður hafa áður komið fram í íslenzkum tilraunum,
bæði frá Hvanneyri og t. d. frá Skriðuklaustri, Árni Jóns-
26