Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Blaðsíða 20
ríka hneigð til að binda fosfór og því ætti að varast að
blamda fosfóráburði saman við jarðveginn.
Síðari skýringin virðist öllu sennilegri þegar um Hvann-
eyrarmýrina er að ræða, því að fyrsta ár tilraunarinnar var
marktækur munur á dreifingaraðferðum, en þá hlýtur jarð-
vesrurinn að hafa verið svo laus í sér að ræturnar hefðu auð-
veldlega getað greinzt um hann.
B. STÓRIR FOSFÓRSKAMMTAR í NÝRÆKT
í nágrannalöndum okkar, telja menn að í kringum bæi, þar
sem samfeld búseta hefur verið öldum saman, sé venjulega
mikið af auðnýttum fosfór í jarðvegi. Enda hafa menn lengi
notað búfjáráburð á tún og akra, auk þess sem sorp og aska
hefur blandazt saman við jörðina. Jarðvegur í nýræktum er
hins vegar oft fremur ófrjór vegna þess að í hann hefur lítið
blandazt af utanaðkomandi áburðarefnum. Eins og áður
segir, hreyfist fosfór lítið í jarðvegi. Því safnast hann fyrir
og geymist þangað til jurtirnar taka hann upp, ef hann er
þá í því ástandi að þær nái honum úr jarðveginum. Þar
sem að hluti af frjósemi gamalræktaða jarðvegsins er vegna
áðurnefndra fosfórbirgða, tiaf a menn talið rétt að bera mik-
ið af fosfóráburði í nýbrotið land.
Enda þótt þessi tilraun sé samhljóða fyrri tilraunum, um
að nauðsynlegt sé að bera fosfór á árlega, virðist einnig vera
hagkvæint að bera nokkuð stóra skammta á af fosfóráburði
í nýræiktarfilög, eða dreifa 50—80 kg/ha af fosfór í flagið.
Þessa niðunstöðu má lesa úr uppskerutöflunum (töflu I) og
einkunnum fyrir þéttleika gróðurs (mynd 1). Munur á upp-
skeru eftir 54,4 kg/ha P og 78,6 kg/ha P borið á 1962, þar
sem síðan er borið á 26,2 kg/ha P, er þó ekki marktækur
ef borin er saman meðaluppskera eftir 5 ár.
Undanfarin ár hafa ráðunautar ráðlagt að bera tvöfaldan
til þrefaldan „ársskammt" af fosfóráburði á mýramýrækt.
Þessar niðurstöður renna stoðum undir þær ráðleggingar.
22