Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 58

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 58
7. mynd. Bessadýr (Tardigrada). (Úr Brauns e. Schultze). 7. Bessadýr (Tardigrada) eru flokkur einkennilegra smá- dýra, sem ekki virðist tengdur öðrum dýraflokkum, sem nú þekkjast. Bessadýrin eru ógreinilega liðskipt og hafa oftast fjögur útlimapör. Útlimimir hafa klær og líkjast fótum. Vaxtarlag dýranna hefur þótt minna nokkuð á pínulitla bimi, og er það ástæðan fyrir nafngiftinni (bessi = lítill bjöm). Bessadýrin eru einkum í mosa eða grassverði, en fara stutt ofan í jarðveginn. Hér á landi eru þau algengust í snjó- dældum, en um 20 tegundir þeirra liafa fundizt hér. (Tuxen, 1941) 8. Liðormar (Annelida) eru alllangir og greinilega lið- skiptir ormar, með nálum (burstum) á hverjum lið. Helztu flokkar þeirra í jarðveginum eru pottormar (Enchytraeidae) og dnamaðkar (Lumbricidae). Þá síðarnefndu þarf ekki að kynna, en pottormarnir eru minna þektir, enda miklu smærri vexti og ósjálegri, oftast ljósir eða glærir, og varla yfir 1 sm á lengd. Mikið hefur verið rætt og ritað um hlutverk liðomranna, einkum þó ánamaðka í jarðveginum, en mikilvægi ánamaðk- anna fyrir frjósemi jarðvegsins hefur verið þekkt frá því á dögum Darwíns, og ekki hefur neitt komið fram síðan, er kasti rýrð á það mikla hlutverk. Þetta er svo alkunnugt, að óþarft er að ræða það nánar hér. Um 30 tegundir pottorma hafa fundizt hér á landi. (Chris- tensen, 1962) og 11 tegundir af ánamöðkum. (Backlund, 1949) 60

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.