Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 62
taldir hafa mikla þýðingu fyrir jarðveginn. Annars er maura- fræðin (Acarologia) fremur ung fræðigrein, og mikið eftir ókannað innan vébanda hennar. íslenzkir jarðvegsmaur- ar hafa verið rannsakaðir af Max Sellnic (Königs- berg, Þýzkalandi) (Selln- ick, 1940). Hann telur um 165 maurategundir héðan, þaraf um 30 teg- undir af brynjumaurum. Nii hefur nokkrum er- lendum sérfræðingum verið falið að rannsaka maurana betur og rita um þá í Zoology of Ice- land. Skorclýr (Insecta) eru fjölskrúðugust allra lið- dýraflokkanna, og teg- undafjiildi þeirra lang- mestur. Að manninum undanskildum, eru þau drottnarar heimsins, enda á margan hátt sambærileg við hann. Þó eru skordýrin nær eingöngu landdýr, og mestur hluti þeirra lifir í jarðveginum, a. m. k. einhvern hluta ævi sinnar. Oft er skordýrunum skipt í tvo aðalflokka, vcengleysingja (Apterygota) og vcengbera (Ptery- gota). Vængleysingjana mætti eins vel kalla frumskordýr, því að þeir virðast að flestu leyti frumstæðari. Aðalheimkynni vængleysingjanna eru í jarðveginum, en vængberarnir eru yfirleitt loftdýr á síðasta stigi ævi sinnar. Vængleysingjar skiptast aftur í nokkra undirflokka, og eru þessir helztir: jrumskottur (Protura), skorfcetlur (Thysan- ura), skjaldlýs (Coccinea) og mordýr, jarðflær eða stökkskott- ur (Collembola). Af frumskottum hefur aðeins fundizt ein tegund hér á landi, og af skorfætlum eru örfáar, og er silfur- skottan sem hér er víða í húsum, þeirra þekktust. 9. raynd. Brynjumaur. (Oppia). Lengd dýrsins er um 0,1 mm. — (Högni Böðv- arsson). 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.