Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 24
G. Nákvœmni í áatlun á fóðurgildi.
Frá Keldnaholti fengum við sýni með þekktan in vitro melt-
anleika, eins og hann mældist með Tilley aðferðinni. Á
R.N. meltum við þessi sýni með Alexander aðferðinni.
Hvor stofnun reiknaði síðan út fóðureiningagildi sýnanna
út frá meltanleika niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar
eru birtar hér á undan.
Samræmið í áætlunum á fóðureiningagildi með þessum
tveim aðferðum lofar góðu, og vonandi verður framhald á
samskiptum af þessu tagi.
H. Lokaorð.
Meltanleiki grass í haga eða af túni hefur mikil áhrif á gildi
þess sem fóðurs. Nyt mjólkurkúa er mjög næmur mæli-
kvarði á það, hve vel fóðrið nýtist skepnunni. Með tilraun-
um kom í ljós,14 að þegar mjólkurkýr voru fóðraðar á mis-
munandi vel meltanlegu votheyi, var nytin mjög háð melt-
anleika lífrænna efna í heyinu eða D gildi þess. Þannig olli
1% lækkun á D gildi fóðursins því, að nyt minnkaði um \/±
lítra á dag. Að meðaltali minnkar D gildi heyfóðurs um
3% á viku, þegar fullsprottið er.15 Af því leiðir, að dragist
sláttur um eina viku, má búast við að minnkuð gæði heyfóð-
urs lækki nyt hverrar kýr um 3/ lltra a dag- Þetta er drjúgt
tap, ef lengi heldur áfram.
Þetta sýnir, að fleira ber að athuga en magn heysins, sem
upp næst. Gæði þess eða meltanleiki skipta líka miklu máli.
Á hverju ári verður að meta þessa tvo þætti, magn og gæði,
til að fá sem mest af meltanlegum næringarefnum af tún-
inu. Álitið er, að D gildið 63 sé hagkvæmast.15 Þá ætti að
vera vel sprottið og taðan enn vel meltanleg.
Á Rannsóknarstofu Norðurlands er nú aðstaða til að
mæla meltanleika heyfóðurs og reikna út hæfilega fóður-
gjöf-
Þessi þjónusta stendur bændum til boða.
26