Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 49
Tafla 1. Fylgni milli kalskemmda annars vegar og sex
Norðurlandi. Veðurfari skipt
Þáttur nr. Sept., -maí Haust Vetur Vor
4 Gráðumagn *## -í-0,40 -r-0,06 *** -t-0,38 *** -=-0,41
6 Frostgráðumagn *• +0,33 +0,07 ** ±0,34 *** -r-0,45
9 Úrkoma *** 0,37 * 0,27 *** 0,47 * -F0.26
11 Fjöldi úrkomudaga *** 0,44 * 0,22 *** 0,55 * -h0,23
14 Fjöldi alhvítra daga *** 0,53 0,09 *** 0,53 *** 0,52
18 Snjóþyngsli *** 0,61 +0,04 **• 0,60 *** 0,61
fylgni við kalskemmdir, en úrkomu- og snjóþættir jákvæða.
Þetta gefur til kynna að kalskemmdir verði mestar þegar
veðurfar hefur í heild verið kalt, úrkomusamt og með
miklum snjóalögum. Sé hvíldartíma jurtanna skipt í árs-
tíðirnar þrjár, haust, vetur og vor, kemur í ljós að veðrátta
að hausti hefur lítil áhrif á kalskemmdir. Hins vegar sýna
allir þættirnir fylgni milli 0,23 og 0,61 að vetri og vori og þá
þannig að miklir kuldar og snjóalög á þessum árstíðum
ásamt mikilli úrkomu að vetri og þurrkum að vori virðast
tengdar kalskemmdunum. Sé síðan árstíðunum skipt í mán-
uði kemur í ljós að mikil úrkoma og snjór í september og
október virðast hafa nokkur áhrif, en það er ekki fyrr en í
desember, sem fylgnin verður greinileg við alla veðurfars-
þættina, og helzt hún með nokkurri sveiflu fram í maí.
Sé litið á hitaþættina kemur fram að það er einkum kuldi
í desember, marz, apríl og maí, en ekki kuldar í janúar og
febrúar, sem eru tengdir kalskemmdunum. Úrkomuþætt-
irnir koma þannig út, að mikil úrkoma í desember, janúar
og marz, en ekki febrúar og apríl, er tengd kalinu, en í maí
eru það þurrkar eða úrkomuleysi, sem helzt fylgja kalinu.
52
veðurfarsþátta hins vegar í átta ár í tíu hreppum á
eftir mánuðum og árstíðum.
Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz Apr. Maí
** *** ## #*#
0,18 4-0,10 0,05 ±0,29 ±0,16 ±0,12 ±0,53 ±0,36 ±0,42
* *** ### **#
-t-0,12 ±0,00 0,09 ±0,25 ±0,06 ±0,11 ±0,53 ±0,43 ±0,41
** *** * *** ##
-=-0,16 0,30 0,09 0,42 0,26 0,20 0,50 ±0,16 ±0,27
*** ** * #** *
-t-0,06 0,19 0,11 0,47 0,31 0,26 0,58 ±0,15 ±0,23
** *** *** ##* ### #**
4-0,31 0,17 4-0,03 0,44 0,47 0,21 0,51 0,43 0,44
* ** • ** *** #** **# #*#
4-0,24 0,03 ±0,06 0,35 0,57 0,48 0,48 0,57 0,59
Er eðlilegt að fylgnin í apríl sé lág, vegna þess að um það
bil breytist tölugildið úr jákvæðu í neikvætt gildi. Snjó-
þættir sýna að kal er mest ef snjór er mikill allt frá desem-
ber til maí.
Auðvitað eru veðurfarsþættirnir meira og minna tengdir
hver öðrum. Það er því eðlilegt að ef einn þáttur sýnir góða
fylgni, þá sýni aðrir þættir einnig einhverja fylgni. Til
þess að fjarlægja þá sveiflu, sem af sömu rótum var runnin,
voru teknir fyrir fimm veðurfarsþættir, tveir er varða hita,
einn úrkomu og tveir snjó, hver þáttur bæði að vetri og
vori, þannig að þeir voru 10 samtals. Var reiknuð fjölfylgni
þessara þátta við kal, og féllu þá þeir þættir brott, sem ekki
juku fylgnina neitt verulega. Kom þá fram að eftirfarandi
aðhvarfslína lýsti kalskemmdum bezt:
Y= 0,45 -f 0,5875 Xx + 0,0019 X,
R= 0,60***
Y = kal, prósent
Xx= fjöldi alhvítra daga að vori
X2= snjóþyngsli að vetri
53