Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 56
febrúar (tafla 1), og bendir það til þess að veðurfar geti í
kalárum verið nokkuð breytilegt í þessum mánuðum. Er því
líklegast að þessi lækkun í fylgni stafi af hlákum í þessum
mánuðum, hlákum, sem myndi varanleg svell, sem sé hinn
raunverulegi kalvaldur. Slík svell eru ekki mæld á veður-
athugunarstöðvum, en snjólagið er sá veðurfarsþáttur, sem
bezt er tengdur svellalaginu og sýnir því bezt samband við
kalskemmdir. Sé svo athugað sambandið milli svella og kal-
skemmda, kemur fram að fylgni kalskemmda við umreikn-
aða svellaþætti, er um 0,70 og þá þannig að kalskemmdir
vaxa með vaxandi vatnsmagni í hlákum og vaxandi legu-
tima svella en minnka við vaxandi lengd hlákunnar. Er
þetta eðlilegt, vegna þess að mikill krapaelgur (vatnsmagn)
leiðir af sér að svellin geta orðið víðáttumikil. Stutt hláka
leiðir til þess að krapinu vinnst ekki tími til að renna af
túninu, en frýs þess í stað í svell. Legutími svella ræður því
svo, hvort jurtirnar undir svellahjúpnum koma allar dauð-
ar undan, eða hvort gróður einungis gisnar, en einnig kann
svo að fara að allar jurtir drepist undir svellunum, þar sem
svellin liggja lengst, en lifi þar sem þau liggja skemur. Yfir-
leitt liggja svo svellin lengst í lægðum, en skemur á hæðum
og hryggjum (Bjarni E. Guðleifsson 1970, Bjarni E. Guð-
leifsson og Jóhannes Sigvaldason 1972).
Enda þótt hér hafi tekizt að sýna nokkurt samhengi milli
fannfergis og kalskemmda, þá skýrðu snjóalögin einungis
um 36% af þeirri sveiflu, sem var milli ára og hreppa í kal-
skemmdum. Svellalögin, eins og þau voru skilgreind hér að
framan, gátu hins vegar skýrt um 50% af sveiflunni í kal-
skemmdum. Sambandið milli kalskemmdanna og veðurat-
hugananna, sem liggja til grundvallar þessari rannsókn, er
því ekki sérlega náið, enda þótt það komi skýrt og greinilega
fram, að helzt beri að líta á svellalögin í þessu sambandi.
Ástæðurnar til þess að sambandið er ekki nánara kunna að
vera fleiri. Veðurathuganirnar eru í sjálfu sér nákvæmar,
en mjög staðbundnar og gerðar í 2 m hæð yfir jurtunum.
Veðurathuganir stöðvanna lýsa mjög takmarkað veðurfari
heilla hreppa og innan hreppsins getur snjólagið verið mjög
60