Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 56
febrúar (tafla 1), og bendir það til þess að veðurfar geti í kalárum verið nokkuð breytilegt í þessum mánuðum. Er því líklegast að þessi lækkun í fylgni stafi af hlákum í þessum mánuðum, hlákum, sem myndi varanleg svell, sem sé hinn raunverulegi kalvaldur. Slík svell eru ekki mæld á veður- athugunarstöðvum, en snjólagið er sá veðurfarsþáttur, sem bezt er tengdur svellalaginu og sýnir því bezt samband við kalskemmdir. Sé svo athugað sambandið milli svella og kal- skemmda, kemur fram að fylgni kalskemmda við umreikn- aða svellaþætti, er um 0,70 og þá þannig að kalskemmdir vaxa með vaxandi vatnsmagni í hlákum og vaxandi legu- tima svella en minnka við vaxandi lengd hlákunnar. Er þetta eðlilegt, vegna þess að mikill krapaelgur (vatnsmagn) leiðir af sér að svellin geta orðið víðáttumikil. Stutt hláka leiðir til þess að krapinu vinnst ekki tími til að renna af túninu, en frýs þess í stað í svell. Legutími svella ræður því svo, hvort jurtirnar undir svellahjúpnum koma allar dauð- ar undan, eða hvort gróður einungis gisnar, en einnig kann svo að fara að allar jurtir drepist undir svellunum, þar sem svellin liggja lengst, en lifi þar sem þau liggja skemur. Yfir- leitt liggja svo svellin lengst í lægðum, en skemur á hæðum og hryggjum (Bjarni E. Guðleifsson 1970, Bjarni E. Guð- leifsson og Jóhannes Sigvaldason 1972). Enda þótt hér hafi tekizt að sýna nokkurt samhengi milli fannfergis og kalskemmda, þá skýrðu snjóalögin einungis um 36% af þeirri sveiflu, sem var milli ára og hreppa í kal- skemmdum. Svellalögin, eins og þau voru skilgreind hér að framan, gátu hins vegar skýrt um 50% af sveiflunni í kal- skemmdum. Sambandið milli kalskemmdanna og veðurat- hugananna, sem liggja til grundvallar þessari rannsókn, er því ekki sérlega náið, enda þótt það komi skýrt og greinilega fram, að helzt beri að líta á svellalögin í þessu sambandi. Ástæðurnar til þess að sambandið er ekki nánara kunna að vera fleiri. Veðurathuganirnar eru í sjálfu sér nákvæmar, en mjög staðbundnar og gerðar í 2 m hæð yfir jurtunum. Veðurathuganir stöðvanna lýsa mjög takmarkað veðurfari heilla hreppa og innan hreppsins getur snjólagið verið mjög 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.