Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 69
heyjum sínum. Tap á velli má því reikna hér 10—15% og tap í hlöðu ef vel gengur og lítið sem ekkert hitnar í heyj- um í hlöðunni 5—10%, þetta tap gæti orðið nokkru meira ef mjög hitnaði í heyinu. Áætlað heildartap er því 20% og á því þessi bóndi aðeins eftir 800 hesta af heyi á haustnótt- um. Þegar hey hrekst og þegar hitnar í því fer fyrst og fremst það auðmeltasta af heyinu forgörðum og má því slá föstu að hey seinni bóndans er lakara en hins sem súgþurrk- aði. Gera má ráð fyrir að af vallþurrkaða heyinu þurfi a. m. k. 1,9 kg/fe. Samtals á því seinni bóndinn aðeins 42000 fóðureiningar í heyskaparlok, eða 12000 fóðureiningum minna en hinn. Ef á þessum búum á að framfleyta jafn stórum bústofni með sömu afurðum verður að kaupa þess- ar fe á fóðurbætisverði sem nú er kr. 40 pr fe eða fyrir sam- tals kr. 480.000,00. Enn er við þetta að bæta, að ef þessir bændur eru með mjólkurkýr þá hafa athuganir sýnt að af- urðir eru því meiri á grip því betra sem heyið er og fengi því sá bóndinn sem betra hey hefur meiri afurðir eftir sín- ar kýr og afkomumunur ofannefndra bænda enn meiri en reiknaður munur á heyinu. Sem kost við súgþurrkun má líka nefna vinnusparnað við heyskap. í þeim heimsóknum sem við gerðum bændum, bar þessi mál á góma en ekki fengust hér nein afgerandi svör. Úr athugun Hjalta Gestssonar o. fl. á súgþurrkun á Suðurlandi 1950 kemur í ljós, að álit bænda á Suðurlandi er, að verulegur vinnusparnaður sé að súgþurrkun. Allt að helmings sparnaður að sumra sögn, en að meðaltali að ein- um þriðja. E. t. v. hafa þessi hlutföll eitthvað breyst þannig að nú með meiri tækni sé vinnusparnaður vart svo mikill, en örugglega einhver og kemur til viðbótar þeirri aukningu í heygæðum sem fyrr er frá greint. Þó stofnkostnaður vegna súgþurrkunar sé að vísu nokkur og árlegur reksturskostnað- ur á meðalbúi einhverjir tugir þúsunda, er ljóst að miðað við þann hagnað sem af súgþurrkun leiðir er reksturskostn- aður óverulegur, enda á sú hagsæld í búskap sem einkennir vissar sveitir ekki hvað síst rætur sínar að rekja til góðrar heyverkunar nú um alllangt árabil. 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.