Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 69
heyjum sínum. Tap á velli má því reikna hér 10—15% og
tap í hlöðu ef vel gengur og lítið sem ekkert hitnar í heyj-
um í hlöðunni 5—10%, þetta tap gæti orðið nokkru meira
ef mjög hitnaði í heyinu. Áætlað heildartap er því 20% og
á því þessi bóndi aðeins eftir 800 hesta af heyi á haustnótt-
um. Þegar hey hrekst og þegar hitnar í því fer fyrst og
fremst það auðmeltasta af heyinu forgörðum og má því slá
föstu að hey seinni bóndans er lakara en hins sem súgþurrk-
aði. Gera má ráð fyrir að af vallþurrkaða heyinu þurfi
a. m. k. 1,9 kg/fe. Samtals á því seinni bóndinn aðeins 42000
fóðureiningar í heyskaparlok, eða 12000 fóðureiningum
minna en hinn. Ef á þessum búum á að framfleyta jafn
stórum bústofni með sömu afurðum verður að kaupa þess-
ar fe á fóðurbætisverði sem nú er kr. 40 pr fe eða fyrir sam-
tals kr. 480.000,00. Enn er við þetta að bæta, að ef þessir
bændur eru með mjólkurkýr þá hafa athuganir sýnt að af-
urðir eru því meiri á grip því betra sem heyið er og fengi
því sá bóndinn sem betra hey hefur meiri afurðir eftir sín-
ar kýr og afkomumunur ofannefndra bænda enn meiri en
reiknaður munur á heyinu.
Sem kost við súgþurrkun má líka nefna vinnusparnað
við heyskap. í þeim heimsóknum sem við gerðum bændum,
bar þessi mál á góma en ekki fengust hér nein afgerandi
svör. Úr athugun Hjalta Gestssonar o. fl. á súgþurrkun á
Suðurlandi 1950 kemur í ljós, að álit bænda á Suðurlandi
er, að verulegur vinnusparnaður sé að súgþurrkun. Allt að
helmings sparnaður að sumra sögn, en að meðaltali að ein-
um þriðja. E. t. v. hafa þessi hlutföll eitthvað breyst þannig
að nú með meiri tækni sé vinnusparnaður vart svo mikill,
en örugglega einhver og kemur til viðbótar þeirri aukningu
í heygæðum sem fyrr er frá greint. Þó stofnkostnaður vegna
súgþurrkunar sé að vísu nokkur og árlegur reksturskostnað-
ur á meðalbúi einhverjir tugir þúsunda, er ljóst að miðað
við þann hagnað sem af súgþurrkun leiðir er reksturskostn-
aður óverulegur, enda á sú hagsæld í búskap sem einkennir
vissar sveitir ekki hvað síst rætur sínar að rekja til góðrar
heyverkunar nú um alllangt árabil.
73