Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 82

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Side 82
Hvað frjósemi ánna varðar, er talið, að hún sé einna mest, ef þær fá fang fremur snemma á fengitíma. Þótt rannsóknir hafi ekki verið gerðar hérlendis á því, hvaða burðartímar henti best við mismunandi aðstæður, bendir reynsla bænda til þess, að í sumum tilvikum geti verið hagkvæmt að láta ærnar bera nokkru fyrr en almennt tíðkast. Aftur á móti virðist vart grundvöllur undir því að seinka burðartíma ánna frá því sem nú er. í þessu sambandi þarf að huga að fjölmörgum þáttum, svo sem húsakosti, vorfóðrun, nýtingu sumarbeitilands og skipulagningu slátrunar á haustin. Víða erlendis eru gerðar tilraunir til að stjórna kynstarf- semi ánna með hjálp hormóna og ljóstækni, t. d. að fá ær til að beiða utan hins eðlilega fengitíma og bera oftar en einu sinni á ári að jafnaði. í sumum tilvikum eru ærnar hýstar og þeim gefið inni allt árið, kostnaður er mikill, en miðað er við, að framleiðsla dilkakjöts eftir ána verði mun meiri en gerist með hefðbundnum framleiðsluaðferðum. Margs ber að gæta í þessu sambandi, t. d. er trúlegt að end- ing ánna verði minni en ella, þegar svo geysimiklar kröfur eru gerðar til þeirra. Á þetta er aðeins drepið til fróðleiks, en ekki gert ráð fyrir, að slíkir framleiðsluhættir henti ís- lenskri sauðfjárrækt í náinni framtíð. Fósturgreining nokkrum vikum fyrir burð. Um árabil hefur mikið verið unnið að því að finna hag- kvæmar aðferðir til að ákvarða á ýmsum stigum meðgöngu- tíma, hvort ærin gengur með fóstur og hvort um eitt eða fleiri er að ræða. Við venjulegar búskaparaðstæður hafa „ultra“ hljóðbylgjutæki reynst einna best til þessara nota. Tæki þessu, sem er fremur auðvelt i notkun, mun ekki hafa verið beitt við sauðfé hér á landi. Nákvæmni greining- arinnar eykst eftir því sem nær dregur væntanlegum burð- artíma. Þegar meðgöngutíminn er hálfnaður má greina með mjög mikilli nákvæmni, hvort ærin eða gemlingurinn geng- ur með fang. Mest gagn væri af slíkri tækni, ef unnt væri að greina með vissu fjölda fóstra í ánni, en til þessa hefur ná- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.