Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 86

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 86
Ég veit aðeins hvað mér geðjast bezt, en skýt þessu að öðru leyti til umsagnar þeirra búvísindamanna, sem þarna eiga verksvið. Fyrsta aðferð, að taka heyið upp í bólstra þegar það er fullþurrt, eða nægilega þurrt til þess að fara í súgþurrkun, er nú sennilega algengasta aðferðin enn í dag og krefst minnsta tækjabúnaðar og mannafla, því að þetta getur raun- ar einn maður, þó ekki séu það heppileg vinnubrögð og betra að fleiri hendur komi þar við sögu. Hægt er að bjarga miklu heyi í bólstra á tiltölulega skömmum tíma, en þar með er ekki öll sagan sögð. Frágangur bólstranna er oft mjög slæmur. Heyinu er í miklum flýti ýtt saman úr görð- um eftir múgavél og mokað upp með moksturstæki. Sé þetta ekki lagað með handverkfærum verður bólsturinn hnút- óttur, skörðóttur og að öllu hinn óásjálegasti. Verður þá og tíðum stór dreif umhverfis, sem sízt er til yndisauka. Sé tíð góð og bóndinn hraður við heimflutninginn kemur þetta ekki að sök, en dragist verkið og stórrigni, kannski hvað ofan í annað, þá hripar vatnið niður í þessa breiðu og ósléttu bólstra og veldur stórtjóni, hita og rotnun. Og standi bólsturinn lengi með þykkri dreif umhverfis, þá myndast stór bleik skella í grænu túninu við köfnun grass- ins. Önnur aðferð, að nota heyhleðsluvagn, kostar meiri fjár- muni og meira lið við heyskapinn, en er ákaflega skemmti- leg. Heyinu er rakað saman með múgavél og vagninum ekið á garðana. Hann fyllir sig á örskömmum tíma, er ekið að hlöðu, heyinu blásið inn og því er borgið, en túnið rak- að og hreint. Þriðja aðferðin, sem nú virðist vera að ryðja sér til rúms er að nota heybindivél. Heppilegast er að láta hana binda flekkinn. Henni er þá ekið á múgavélargarðana og tekur hún heyið upp á sama hátt og heyhleðsluvagn, skilar því aftur úr sér bundnu í bagga 20—30 kg að þyngd, en heyinu er ekki borgið fyrir það. Baggarnir liggja eftir dreift um túnspilduna þegar vélin hefur unnið verkið, þá er eftir að færa þá saman og flytja heim, sem er ærið verk og erfitt. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.