Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 107
ar í fé voru, auk þess sem öll aðstaða við sauðburð var skoð-
uð. Ferðin hófst í kringum Varmahlíð, en þaðan var stiklað
á bæjum til norðurs og endað út í Fljótum. Er í ráði að rita
eitthvað um ferðina eða atriði henni tengd áður en allt of
langt um líður.
Önnur störf.
Nokkuð hefur verið starfað við skráningu og uppröðun
tímarita og sérprentana í Búnaðarbókasafninu í vetur og
m. a. gerð skrá yfir öll erlend tímarit sem safnið á til skrán-
ingar í sérstaka samskrá íslenskra bókasafna á vegum Bóka-
safns Háskólans. Þá barst bókasafninu góð bókagjöf á ár-
inu frá eftirlifandi börnum Helga Eiríkssonar og Hólm-
fríðar Pálsdóttur frá Þórustöðum í Eyjafirði. Var þar um
að ræða „Frey“ og „Búnaðarritið“, hvorttveggja innbundn-
um frá upphafi ásamt fleiri merkisritum.
Þá var ég viðriðinn athugun á því að búnaðarsamböndin
og búnaðarfélögin á Norðurlandi ásamt einstaklingum
stuðluðu að/eða festu kaup á færanlegri verksmiðju, sem
malaði og kögglaði þurrhey. Var í þessu sambandi allmik-
ið umstang á tímabili, bæði bréfaskriftir, fundarhöld og
ferðalög þ. á . m. kynnisferð til Bandaríkjanna vegna véla-
samstæðunnar. Máli þessu er haldið vel vakandi og er m. a.
verið að reyna kögglunaráhöld í Eyjafirði, þótt þar séu
ekki nema að litlu leyti um sömu aðila að ræða, heldur
Búnaðarsamband Eyjafjarðar og véladeild SIS. Fleiri störf
eru varla umtalsverð, svo sem eins og bréfaskriftir, bæjar-
snatt og lestur fagrita — hið síðastnefnda þó kannski orðið
minnst umtalsvert af því öllu.
Þankabrot um framtiðina.
Um heyefnagreiningaþjónustu þá er stofan veitir eru að
vakna ýmsar spurningar. Meðal annarra þær, hvort bænd-
ur geti með hjálp þessarar þjónustu og rannsóknum á hey-
gæðum í framtíðinni, sjálfir orðið þess umkomnir að meta
111