Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Síða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Síða 69
BÓLU-HJÁLMAR ÞÝÐIR ÚR DÖNSKU 69 Jesú þó ekki nefnt hjá honum. Það, sem hér er því ástæða til að vekja sérstaka athygli á, er að í þessu erindi bætir Hjálmar Jesú Kristi inn í myndina, og mikilvægi hans fyrir menn, er dauðinn nálgast, er undirstrikað enn frekar í niðurlaginu. Þar verður verk Hjálmars að lofsöng um Krist, sem er ekki í sálmi Rachlovs: 15 Trúarhönd þína fá þú fest við fald hans klæða - hann ratar best þá heimur að baki hverfur þér en himinn mót fangi breiddur er. 16 Sigrenda hvar hin sæla þjóð syngur endurfáguð hljóð: ,Jesús lifir - og ég fyrir hann, Jesús er líf og upprisan.“ 2 syngur endurfáguð: syngur, með endurfáguð, 1440. 4 „H.“ bætt við (aftan við), 1440. Þeim, sem fyrst og fremst hafa kynnst Hjálmari sem níð- og skammaskáldi, kemur þetta kannski spanskt fyrir sjónir. Hann orti vissulega mikið af hvassyrtum vísum og ádeilukvæðum, og ekki hefur ávallt verið notalegt að verða fyrir skeytum hans. En skáld geta stundum sýnt á sér sundurleitar hliðar. A því leikur enginn vafi að Hjálmar hefur verið mjög einlægur trúmaður í anda kristinnar kirkju. Dæmi, sem sýna það, eru svo mörg í ljóðum hans að ekki fer á milli mála að hann hefur lifað í mjög nánu bænarsamfélagi við guð sinn. Og á Jesú Krist virðist hann sérstaklega hafa sett mikið traust þegar gaf á bátinn í lífsbaráttunni. Þetta má sjá víða í kvæðum hans, og má til dæmis benda þar á Morgunsöng, sem hann orti áður en hann fór til réttarhalda út af sauðaþjófnaðarmáli sínu. Þetta kemur líka fram í svipmiklum kvæðum sem hann orti eftir Guðnýju konu sína látna, m. a. Andvöku og Vonarhlátri þess trúaða, þar sem fórnardauði Krists verður honum til sálarstyrks andspænis grimmu miskunnar- leysi dauðans. Annað kvæði um Krist er líka Kveðið ájólum 1871, þar sem Hjálmar setur allt sitt traust á hann í erfiðri elli sinni. Og mörg fleiri hliðstæð dæmi mætti tína til. Sálmur Rachlovs er, eins og hér er fram komið, áminning til manna um að vera viðbúnir dauðanum. Ekki er hægt að segja að þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.