Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 71
BÓIAJ-HJÁLMAR ÞÝÐIR ÚR DÖNSKU 71 13 Tilreið þig, sál mín, so sem ber, synd og angistir eru hér, og ílýt þér burt í herrans hönd hvar öll þín leysast sorgar bönd. Ef Hjálmar hefur þekkt þessa þýðingu er það svo sem ósköp vel skiljanlegt að honum hafi fundist þörf á að gera þar bragarbót. Aftur er þýðing Guðmundar Bergþórssonar mun betur gerð. Ég sé þó ekki ástæðu til að fjalla um hana hér, þar sem afar ósennilegt er að Hjálmar hafi vitað af henni. Aðeins skal þess getið að hann fer mjög álíka nálægt frumsálminum og Steinn biskup. Niðurstöðurnar hér má því draga saman á eftirfarandi veg: Hjálmar þýðir sálminn allnákvæmlega framan af. Þó ber allt handaverk hans við þýðinguna því vitni að hann þýðir sem skáld en ekki sem vísindamaður. Hann leyfir sér sitthvað, sem telja má ónákvæmt, og einnig þarf að hafa í huga að Hjálmar notaði líkingar alltaf mikið. Persónugervingar eru ein tegund myndlíkinga sem kunnugt er, og vana sínum trúr fjölgar hann þeim talsvert. Líka eykur hann við örlitlum áminningum til manna í heimsádeilustíl, svo sem hann gerir gjarnan endranær. Veigamesta breytingin er þó sú að í niðurlaginu bætir hann við eins konar litlum lofsöng um Jesú Krist. Þetta gjörbreytir boðskap sálmsins. í stað dapurlegrar áminningar um stöðuga nálægð dauðans kemur fagnaðarboðskapur hreintrúarstefnunnar: með fórnardauða sínum á krossinum opnaði Kristur syndugu mannkyni greiðfæra leið til himnaríkissælu.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.