Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 10

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 10
FFÍiJÁLS VERZLUN 1 □ draga ætti úr norrænni samvinnu, ef Loftleiðamálið fengi ekki við- unandi lausn að dómi íslendinga, svöruðu 32 játandi, 60 neitandi og 8 voru óvissir. Þessa 8 má þó raunar reikna með þeim 60, sem svöruðu neit- andi. Sést þá, að Loftleiðamál- ið er þjóðinni ekki hitamál, ef farið er eftir þessari skoð- anakönnun, þegar frá eru taldir nokkrir „harðir menn“, eins og 28 ára gamall húsasmiður, sem sagði: „Ég vil láta hart mæta hörðu. Það hefði átt að banna þessum SAS-guttum, sem komu hingað um daginn, að lenda,“ — eða 45 ára gamall kennari, sem tók svo til orða: „Við eigum að hóta viðskiptabanni á Norður- löndin, eða að minnsta kosti að hóta því, að hátolla vörurnar það- an og sýna fálæti í Norðurlanda- ráði.“ En flestir voru sama sinnis og 53 ára gamall háskólamenntaður embættismaður, sem sagði: „Ekki kemur til mála að draga úr við- skiptunum við Norðurlandaþjóð- irnar. Menn skulu ekki halda, að við höfum verzlað við þær aðeins af því, að við erumfrændur þeirra. Þvert á móti. Við höfum grætt á þessu, haft hag af viðskiptum. Og svo er það þessi reginvitleysa, sem Sigurður Magnússon er að reyna að berja inn í fólkið, að þetta eigi að verða þjóðernismál. Ég er bara hissa, ef fólk ætlar sér að kingja öðru eins. Viðskiptin og „útflutn- ingur“ okkar á „vöru“ Loftleiða er allt annað en Skálholt og Nor- ræna húsið.“ 4. og 5. sp. Norðmenn vinsælast- ir. 44 sögðust meta Norðmenn mest af hinum Norðurlandaþjóð- unum, 29 Dani, 7 Svía og 6 Finna. Þess er að gæta, að margir gátu Finna sérstaklega, kváðu þá ágæt- is þjóð það þeir þekktu, en væru þjóðinni ekki nægjanlega kunn- ugir til þess að geta tekið hana umsvifalaust fram yfir hinarNorð- urlandaþjóðirnar. í ljósi þessa verða Svíar að teljast óvinsælast- ir, enda fengu fréttamenn F.V. margt illt um þá að heyra. Til Danmerkur höfðu komið 62, en til Noregs aðeins 37. Þeir 14, sem tóku enga afstöðu til 4. spurn- ingar, vildu flestir geta Færey- inga, sem „uppáhaldsþjóðar" sinn- ar. En tilvik voru frá þessu. T. d. sagði bókavörður einn, að sér væru allar þær þjóðir, er mæltu á germanska tungu jafnkærar. HVER ER ÞÁ NIÐURSTAÐAN? Svo sem fyrr getur, nær þessi skoðanakönnun aðeins til 100 Reykvíkinga. Skoðanakönnun sýn- ir þjóðarviljann því betur, sem fleiri eru spurðir. En það er þó álit þeirra, er höfðu með skoðana- lcönnun þessa að gera, að hún ætti að sýna allgóða mynd af afstöðu íslenzku þjóðarinnar til norrænn- ar samvinnu. Og hver er þá niðurstaðan? I. fslendingar eru hlynntir nor- rænni samvinnu en telja, að mik- illa breytinga sé þörf á norrænu samstarfi, eigi bræðraþelið ekki að verða borið fyrir borð. II. Norðmenn eru hinum Norð- urlandaþjóðunum vinsælli á ís- landi. III. íslendingar skilja viðskipta- lögmál nútímans. Þeir vilja menn- ingarleg samskipti við Norður- landaþjóðirnar og vilja varðveita og hlúa að hinum sameiginlega arfi, en þeir áskilja sér rétt til þess að kaupa þar og selja þang- að, sem þeim er hagkvæmast hverju sinni, hvort sem sá, sem verzlað er við, er skyldur eða óskyldur, — og þeir unna hinum Norðurlandaþjóðunum sama rétt- ar. Deiluna um lendingaréttindi Loftleiða í Skandinavíu telja þeir því óskylda sannasta þætti nor- rænnar samvinnu: menningarleg- um samskiptum. Þær tilraunir, sem gerðar voru til þess að blása Loftleiðamálið upp og gera það að þjóðernis- og hitamáli, hafa því algerlega mis- tekizt. í mörgum tilfellum var svo að heyra, að þess konar áróður hefði fallið fólki illa í geð og haft neikvæð áhrif. Eða eins og 40 ára gamall for- stjóri sagði: „Eins og margt er gott að segja um Loftleiði h.f. og rekstur þess, þá er það því miður jafnljóst, að áróðursherferðin í þessu máli, sem vafalaust var skipulögð af upp- lýsingadeild félagsins, var ekkert annað en stóryrtur orðaflaumur, sem ruddi burt miklu af þeirri samúð, er félagið naut áður.“ ■1 ,11111» ' [HANSÁV HANBAGLUGGAKAPPAR HANSAGLUGGATJÚLD HANSAVEGGHÚBGDGN HANSAVEIZLUBAKKAR Untlo&ó, 'ótnenn unt laru d* a í HAN8A H.F. - Laugavegi 176 Sími 35252 — Reykjavík.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.