Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 10
FFÍiJÁLS VERZLUN 1 □ draga ætti úr norrænni samvinnu, ef Loftleiðamálið fengi ekki við- unandi lausn að dómi íslendinga, svöruðu 32 játandi, 60 neitandi og 8 voru óvissir. Þessa 8 má þó raunar reikna með þeim 60, sem svöruðu neit- andi. Sést þá, að Loftleiðamál- ið er þjóðinni ekki hitamál, ef farið er eftir þessari skoð- anakönnun, þegar frá eru taldir nokkrir „harðir menn“, eins og 28 ára gamall húsasmiður, sem sagði: „Ég vil láta hart mæta hörðu. Það hefði átt að banna þessum SAS-guttum, sem komu hingað um daginn, að lenda,“ — eða 45 ára gamall kennari, sem tók svo til orða: „Við eigum að hóta viðskiptabanni á Norður- löndin, eða að minnsta kosti að hóta því, að hátolla vörurnar það- an og sýna fálæti í Norðurlanda- ráði.“ En flestir voru sama sinnis og 53 ára gamall háskólamenntaður embættismaður, sem sagði: „Ekki kemur til mála að draga úr við- skiptunum við Norðurlandaþjóð- irnar. Menn skulu ekki halda, að við höfum verzlað við þær aðeins af því, að við erumfrændur þeirra. Þvert á móti. Við höfum grætt á þessu, haft hag af viðskiptum. Og svo er það þessi reginvitleysa, sem Sigurður Magnússon er að reyna að berja inn í fólkið, að þetta eigi að verða þjóðernismál. Ég er bara hissa, ef fólk ætlar sér að kingja öðru eins. Viðskiptin og „útflutn- ingur“ okkar á „vöru“ Loftleiða er allt annað en Skálholt og Nor- ræna húsið.“ 4. og 5. sp. Norðmenn vinsælast- ir. 44 sögðust meta Norðmenn mest af hinum Norðurlandaþjóð- unum, 29 Dani, 7 Svía og 6 Finna. Þess er að gæta, að margir gátu Finna sérstaklega, kváðu þá ágæt- is þjóð það þeir þekktu, en væru þjóðinni ekki nægjanlega kunn- ugir til þess að geta tekið hana umsvifalaust fram yfir hinarNorð- urlandaþjóðirnar. í ljósi þessa verða Svíar að teljast óvinsælast- ir, enda fengu fréttamenn F.V. margt illt um þá að heyra. Til Danmerkur höfðu komið 62, en til Noregs aðeins 37. Þeir 14, sem tóku enga afstöðu til 4. spurn- ingar, vildu flestir geta Færey- inga, sem „uppáhaldsþjóðar" sinn- ar. En tilvik voru frá þessu. T. d. sagði bókavörður einn, að sér væru allar þær þjóðir, er mæltu á germanska tungu jafnkærar. HVER ER ÞÁ NIÐURSTAÐAN? Svo sem fyrr getur, nær þessi skoðanakönnun aðeins til 100 Reykvíkinga. Skoðanakönnun sýn- ir þjóðarviljann því betur, sem fleiri eru spurðir. En það er þó álit þeirra, er höfðu með skoðana- lcönnun þessa að gera, að hún ætti að sýna allgóða mynd af afstöðu íslenzku þjóðarinnar til norrænn- ar samvinnu. Og hver er þá niðurstaðan? I. fslendingar eru hlynntir nor- rænni samvinnu en telja, að mik- illa breytinga sé þörf á norrænu samstarfi, eigi bræðraþelið ekki að verða borið fyrir borð. II. Norðmenn eru hinum Norð- urlandaþjóðunum vinsælli á ís- landi. III. íslendingar skilja viðskipta- lögmál nútímans. Þeir vilja menn- ingarleg samskipti við Norður- landaþjóðirnar og vilja varðveita og hlúa að hinum sameiginlega arfi, en þeir áskilja sér rétt til þess að kaupa þar og selja þang- að, sem þeim er hagkvæmast hverju sinni, hvort sem sá, sem verzlað er við, er skyldur eða óskyldur, — og þeir unna hinum Norðurlandaþjóðunum sama rétt- ar. Deiluna um lendingaréttindi Loftleiða í Skandinavíu telja þeir því óskylda sannasta þætti nor- rænnar samvinnu: menningarleg- um samskiptum. Þær tilraunir, sem gerðar voru til þess að blása Loftleiðamálið upp og gera það að þjóðernis- og hitamáli, hafa því algerlega mis- tekizt. í mörgum tilfellum var svo að heyra, að þess konar áróður hefði fallið fólki illa í geð og haft neikvæð áhrif. Eða eins og 40 ára gamall for- stjóri sagði: „Eins og margt er gott að segja um Loftleiði h.f. og rekstur þess, þá er það því miður jafnljóst, að áróðursherferðin í þessu máli, sem vafalaust var skipulögð af upp- lýsingadeild félagsins, var ekkert annað en stóryrtur orðaflaumur, sem ruddi burt miklu af þeirri samúð, er félagið naut áður.“ ■1 ,11111» ' [HANSÁV HANBAGLUGGAKAPPAR HANSAGLUGGATJÚLD HANSAVEGGHÚBGDGN HANSAVEIZLUBAKKAR Untlo&ó, 'ótnenn unt laru d* a í HAN8A H.F. - Laugavegi 176 Sími 35252 — Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.