Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 18

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 18
1B FrtJÁLS N/erzlun að dönsku lýsi tollfrjálst til Bret- lands. í Efnahagsbandalaginu hafahin- ir sameiginlegu ytri tollar á fiski farið hækkandi. Sum löndin, svo sem Vestur-Þýzkaland, hafa haft tollkvóta fyrir fisk með lægri eða engum tollum, en þeir hafa nú verið minnkaðir, og virðist sem þeir eigi að hverfa, þegar frá líð- ur. Yrði það afdrifaríkt fyrir út- flutning íslendinga þangað. Fyrir- hugaður ytri tollur Efnahags- bandalagsins á ísfiski er 15%, en hann er nú 11.5% í Vestur-Þýzka- landi. Ytri tollur á frystri og ís- aðri síld verður 20% og á saltfiski og skreið 13%. Á Ítalíu er toll- frjáls kvóti fyrir ákveðið magn af saltfiski og skreið. Ytri tollur Efnahagsbandalags- ins á frystum fiskflökum átti að verða 18%, en í Kennedy-umræð- unum innan GATT féllst banda- lagið á að lækka hann í 15%. Kennedy-viðræðurnar hófust vorið 1964, og um það leyti gerð- ist ísland aðili að GATT til þess að geta tekið þátt í viðræðunum. Stóðu vonir til, að verulegur ár- angur næðist í tollamálum okkar á þeim vettvangi. Umræðurnar drógust á langinn, og lauk þeim loks um miðjan maí s.l. í þeim tóku þátt 50 lönd, sem fara með 80% heimsviðskiptanna. Takmarkið var að semja um 50% gagnkvæmar tollalækkanir yfir 5 ára tímabil, en sá árangur náðist aðeins á einstökum sviðum. Talið er, að tollalækkanir á iðnaðarvör- um nemi að meðaltali rúmum 30%, en á landbúnaðar- og sjávar- afurðum er tollalækkunin mun minni, og olli það vonbrigðum þeim löndum, sem helzt flytja út slíkar vörur. Tollalækkanir á sjávarafurðum, sem fsland mun njóta góðs af á mörkuðum Efnahagsbandalagsins, Bretlands og Bandaríkjanna eru þessar helztar: tollur á frystrifisk- blokk í Bandarikjunum, sem ver- ið hefur 4.9% fellur niður; tollur á síldarlýsi í Bretlandi lækkar úr 10% í 5%, og ytri tollur landanna í Efnahagsbandalaginu lækkar úr 18% í 15%, eins og áður er getið. Gert er ráð fyrir, að með þessum tollalækkunum sparist íslending- um árlega 40—50 millj. kr. í toll- greiðslum erlendis. Gegn þessu var boðin lækkun á vissum innflutningsvörum yfir 5 ára tímabil og eru þær helztu ýmsar matvörur og skrifstofuvél- ar. Á vegum fjármálaráðuneytis- ins er nú verið að undirbúa laga- frumvarp um þetta efni. Það er Ijóst, að árangurinn á sviði viðskipta með sjávarafurðir varð lítill í Kennedy-viðræðunum. íslendingum er nauðsyn að taka upp frekari samninga við banda- lögin í Evrópu til að bæta að- stöðu sína á mörkuðum þeirra. Því fylgja ákveðin vandamál inn anlands fyrir íslenzkan iðnað, fyr- ir fjárhag ríkissjóðs og á öðrum sviðum og verður jafnframt að vega þau og meta.“ UPPLÝSINGASKRIFSTOFA V.í. Árni Reynisson, forstöðumaður Upplýsingaskrifstofu Verzlunar- ráðsins, skýrði frá starfsemi skrif- stofunnar. Sagði hann, að mikil áherzla hefði verið lögð á það, að bæta þjónustu Upplýsingaskrif- stofunnar, t. d. með auknum svar- hraða og fullkomnun sjálfra upp- lýsinganna. Þá benti hann á ýmis- legt, sem til greina kæmi varð- andi umbætur á starfsemi skrif- stoíunnar, m. a. aukna samvinnu skrifstofunnar við bankana um upplýsingar frá þeim, upplýsinga- starfsemi fyrir innlenda aðila, aukið samstarf við kaupsýslu- menn sjálfa o. fl. Loks hvatti hann félaga Verzlunarráðsins til að veita skrifstofunni allan þann stuðning, er þeir mættu. UMRÆÐUR. Fundarmenn snæddu hádegis- verð að Hótel Sögu. Að honum loknum hélt viðskiptamálaráð- herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ræðu, og rakti ástand efnahagsmálanna og þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hyggst gera. Að ræðu hans lokinni voru tek- in fyrir álit þeirra þriggja nefnda, sem lögðu fram tillögur sínar á fundinum, skattamálanefndar, við- skipta- og verðlagsnefndar og alls- herjarnefndar. Þá flutti Birgir ísl. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður erindi um víxla og vanskil þeirra, og er það birt hér í blaðinu, en nokkuð stytt. Að lokum var lýst kjöri stjórnar, endurskoðendur kosnir svo og kjörnefnd. Kosningu hlutu úr Reykjavík og Hafnarfirði: Magnús Brynjólfs- son, Othar Ellingsen, Ólafur Ó. Johnson, Björn Hallgrímsson, Bergur G. Gíslason, Stefán G. Björnsson, Hilmar Fenger og Kristján Jóh. Kristjánsson. Vara- menneru: Pétur Pétursson, Sveinn Björnsson, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, Pétur Sigurðsson, Ön- undur Ásgeirsson, Tómas Péturs- son, Magnús Þorgeirsson og Björn Þorláksson. Úti á landi hlutu kosningu: Jónatan Einarsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Eftirtaldir fulltrúar voru til- nefndir af félagasamtökum: Félag ísl. iðnrekenda: Gunnar J. Frið- riksson, Sveinn B. Valfells. Vara- menn: Bjarni Björnsson, Árni Kristjánsson. Félag ísl. stórkaup- manna: Björgvin Schram, Krist- ján G. Gíslason. Varamenn: Ólaf- ur Guðnason, Einar Farestveit. Kaupmannasamtök íslands: Sig- urður Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson. Varamenn: Gísli Jóh. Sigurðsson, Pétur Andrésson. Sérgreinafélög: Félag bifreiðainn- flytjenda: Gunnar Ásgeirsson. Fé- lag ísl. byggingarefnakaupmanna: Haraldur Sveinsson. Apótekara- félag íslands: Sverrir Magnússon. Félag raftækjaheildsala: Sverrir Norðland. Endurskoðendur voru kosnir þeir Magnús Helgason og Otto Michelsen. Til vara: Ágúst Haf- berg og Valtýr Hákonarson. í kjörnefnd voru kosnir: Ásbjörn Sigurjónsson, Guido Bernhöft og Páll Jóhannesson. Varamenn: Páll Þorgeirsson og Bjarni R. Jónsson. Stjórn Verzlunarráðs íslands kom saman 19. cktóber s.l. og skipti með sér verkum. Kristján G. Gíslason stórkpm. var endurkjörinn formaður Verzl- unarráðsins, 1. varaform. Magnús J. Brynjólfsson kaupm., 2. vara- form. Gunnar J. Friðriksson forstjóri. Auk þeirra tóku sæti í framkvæmdastjórninni Björgvin Schram, Gunnar Ásgeirsson, Hilm- ar Fenger, Othar Ellingsen, Sig- urður Magnússon og Sigurður Óli Ólafsson. Varamenn eru Bergur G. Gíslason, Björn Hallgrímsson, Haraldur Sveinsson, Jónatan Ein- arsson, Stefán G. Björnsson, Sveinn B. Valfells og Þorvaldur Guðmundsson.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.