Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.10.1967, Qupperneq 18
1B FrtJÁLS N/erzlun að dönsku lýsi tollfrjálst til Bret- lands. í Efnahagsbandalaginu hafahin- ir sameiginlegu ytri tollar á fiski farið hækkandi. Sum löndin, svo sem Vestur-Þýzkaland, hafa haft tollkvóta fyrir fisk með lægri eða engum tollum, en þeir hafa nú verið minnkaðir, og virðist sem þeir eigi að hverfa, þegar frá líð- ur. Yrði það afdrifaríkt fyrir út- flutning íslendinga þangað. Fyrir- hugaður ytri tollur Efnahags- bandalagsins á ísfiski er 15%, en hann er nú 11.5% í Vestur-Þýzka- landi. Ytri tollur á frystri og ís- aðri síld verður 20% og á saltfiski og skreið 13%. Á Ítalíu er toll- frjáls kvóti fyrir ákveðið magn af saltfiski og skreið. Ytri tollur Efnahagsbandalags- ins á frystum fiskflökum átti að verða 18%, en í Kennedy-umræð- unum innan GATT féllst banda- lagið á að lækka hann í 15%. Kennedy-viðræðurnar hófust vorið 1964, og um það leyti gerð- ist ísland aðili að GATT til þess að geta tekið þátt í viðræðunum. Stóðu vonir til, að verulegur ár- angur næðist í tollamálum okkar á þeim vettvangi. Umræðurnar drógust á langinn, og lauk þeim loks um miðjan maí s.l. í þeim tóku þátt 50 lönd, sem fara með 80% heimsviðskiptanna. Takmarkið var að semja um 50% gagnkvæmar tollalækkanir yfir 5 ára tímabil, en sá árangur náðist aðeins á einstökum sviðum. Talið er, að tollalækkanir á iðnaðarvör- um nemi að meðaltali rúmum 30%, en á landbúnaðar- og sjávar- afurðum er tollalækkunin mun minni, og olli það vonbrigðum þeim löndum, sem helzt flytja út slíkar vörur. Tollalækkanir á sjávarafurðum, sem fsland mun njóta góðs af á mörkuðum Efnahagsbandalagsins, Bretlands og Bandaríkjanna eru þessar helztar: tollur á frystrifisk- blokk í Bandarikjunum, sem ver- ið hefur 4.9% fellur niður; tollur á síldarlýsi í Bretlandi lækkar úr 10% í 5%, og ytri tollur landanna í Efnahagsbandalaginu lækkar úr 18% í 15%, eins og áður er getið. Gert er ráð fyrir, að með þessum tollalækkunum sparist íslending- um árlega 40—50 millj. kr. í toll- greiðslum erlendis. Gegn þessu var boðin lækkun á vissum innflutningsvörum yfir 5 ára tímabil og eru þær helztu ýmsar matvörur og skrifstofuvél- ar. Á vegum fjármálaráðuneytis- ins er nú verið að undirbúa laga- frumvarp um þetta efni. Það er Ijóst, að árangurinn á sviði viðskipta með sjávarafurðir varð lítill í Kennedy-viðræðunum. íslendingum er nauðsyn að taka upp frekari samninga við banda- lögin í Evrópu til að bæta að- stöðu sína á mörkuðum þeirra. Því fylgja ákveðin vandamál inn anlands fyrir íslenzkan iðnað, fyr- ir fjárhag ríkissjóðs og á öðrum sviðum og verður jafnframt að vega þau og meta.“ UPPLÝSINGASKRIFSTOFA V.í. Árni Reynisson, forstöðumaður Upplýsingaskrifstofu Verzlunar- ráðsins, skýrði frá starfsemi skrif- stofunnar. Sagði hann, að mikil áherzla hefði verið lögð á það, að bæta þjónustu Upplýsingaskrif- stofunnar, t. d. með auknum svar- hraða og fullkomnun sjálfra upp- lýsinganna. Þá benti hann á ýmis- legt, sem til greina kæmi varð- andi umbætur á starfsemi skrif- stoíunnar, m. a. aukna samvinnu skrifstofunnar við bankana um upplýsingar frá þeim, upplýsinga- starfsemi fyrir innlenda aðila, aukið samstarf við kaupsýslu- menn sjálfa o. fl. Loks hvatti hann félaga Verzlunarráðsins til að veita skrifstofunni allan þann stuðning, er þeir mættu. UMRÆÐUR. Fundarmenn snæddu hádegis- verð að Hótel Sögu. Að honum loknum hélt viðskiptamálaráð- herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ræðu, og rakti ástand efnahagsmálanna og þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hyggst gera. Að ræðu hans lokinni voru tek- in fyrir álit þeirra þriggja nefnda, sem lögðu fram tillögur sínar á fundinum, skattamálanefndar, við- skipta- og verðlagsnefndar og alls- herjarnefndar. Þá flutti Birgir ísl. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður erindi um víxla og vanskil þeirra, og er það birt hér í blaðinu, en nokkuð stytt. Að lokum var lýst kjöri stjórnar, endurskoðendur kosnir svo og kjörnefnd. Kosningu hlutu úr Reykjavík og Hafnarfirði: Magnús Brynjólfs- son, Othar Ellingsen, Ólafur Ó. Johnson, Björn Hallgrímsson, Bergur G. Gíslason, Stefán G. Björnsson, Hilmar Fenger og Kristján Jóh. Kristjánsson. Vara- menneru: Pétur Pétursson, Sveinn Björnsson, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, Pétur Sigurðsson, Ön- undur Ásgeirsson, Tómas Péturs- son, Magnús Þorgeirsson og Björn Þorláksson. Úti á landi hlutu kosningu: Jónatan Einarsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Eftirtaldir fulltrúar voru til- nefndir af félagasamtökum: Félag ísl. iðnrekenda: Gunnar J. Frið- riksson, Sveinn B. Valfells. Vara- menn: Bjarni Björnsson, Árni Kristjánsson. Félag ísl. stórkaup- manna: Björgvin Schram, Krist- ján G. Gíslason. Varamenn: Ólaf- ur Guðnason, Einar Farestveit. Kaupmannasamtök íslands: Sig- urður Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson. Varamenn: Gísli Jóh. Sigurðsson, Pétur Andrésson. Sérgreinafélög: Félag bifreiðainn- flytjenda: Gunnar Ásgeirsson. Fé- lag ísl. byggingarefnakaupmanna: Haraldur Sveinsson. Apótekara- félag íslands: Sverrir Magnússon. Félag raftækjaheildsala: Sverrir Norðland. Endurskoðendur voru kosnir þeir Magnús Helgason og Otto Michelsen. Til vara: Ágúst Haf- berg og Valtýr Hákonarson. í kjörnefnd voru kosnir: Ásbjörn Sigurjónsson, Guido Bernhöft og Páll Jóhannesson. Varamenn: Páll Þorgeirsson og Bjarni R. Jónsson. Stjórn Verzlunarráðs íslands kom saman 19. cktóber s.l. og skipti með sér verkum. Kristján G. Gíslason stórkpm. var endurkjörinn formaður Verzl- unarráðsins, 1. varaform. Magnús J. Brynjólfsson kaupm., 2. vara- form. Gunnar J. Friðriksson forstjóri. Auk þeirra tóku sæti í framkvæmdastjórninni Björgvin Schram, Gunnar Ásgeirsson, Hilm- ar Fenger, Othar Ellingsen, Sig- urður Magnússon og Sigurður Óli Ólafsson. Varamenn eru Bergur G. Gíslason, Björn Hallgrímsson, Haraldur Sveinsson, Jónatan Ein- arsson, Stefán G. Björnsson, Sveinn B. Valfells og Þorvaldur Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.