Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 24

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 24
24 FRJÁLB Verzlljn Stjórn Loftlei'öa: Kristinn Olsen (lengst til vinstri), Einar Árnason, Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson, Sigurður Helgason. varð það til þess, að Kristján hélt að sér höndum í kosningabarátt- unni. En eftir að kom til misklíð- ar msð honum og aðaleigendunum vegna forsetakosninganna, ákvað hann að hætta hjá Vísi, endahafði hann ýmsum öðrum verkefnum að sinna. Kristján rak um þessar mundir iögfræðiskrifstofu jafnframt störf- um sínum hjá Vísi. Hann hafði gegnt formennsku í Málflutnings- mannafélagi íslands, sat í Yfir- skattanefnd Reykjavíkur og tók þátt í stjórn og rekstri nokkurra fyrirtækja. Var hann meðal hvata- manna að stofnun Hvals h.f. í Hvalfirði, og hefur setið frá upp- hafi 1 stjórn félagsins. Hann situr nú í stjórn Félagsprentsmiðjunnar h.f. og Anilínprents h.f. og allmörg- um öðrum fyrirtækjum. En mesta reynslu í rekstri fyrirtækja telur hann sig hafa fengið, er hann gerði út togarann íslending, og hafi sú reynsla orðið honum, ásamt lögfræðinni, að mestu liði við störfin hjá Loftleiðum. IV. Eitt af þeim málum, sem Kristj- án tók að sér var málið fyrir þá Alfreð Elíasson og Kristin Olsen, eins og áður var frá greint. Og samskipti þeirra félaga enduðu með því, að Kristján gekk inn í rekstur félagsins og varð stjórnar- formaður Loftleiða árið 1953 og hefur verið það síðan. Matthías Jochumsson átti sér eitt sinn þá ósk heitasta að verða kaupmaður og geta séð nafn sitt á stóru skilti fyrir ofan búðar- dyrnar. Hann varð stórskáld. Kristján Guðlaugsson óskaði sér að verða skáld, en varð fram- kvæmdamaður og stjórnarformað- ur stærsta fyrirtækis landsins. Þannig fer oft öðruvísi en ætlað er í fyrstu, og stundum hafa þeir, sem náð hafa lengst í starfi, innst inni viljað allt annað. Er Kristján er inntur eftir því, hvort hann vildi heldur hafa orð- ið skáld og fagurkeri en fram- kvæmdamaður og lögfræðingur, yppir hann öxlum og brosir að jafnkjánalegri spurningu. En þó er hann enn sami hugsjónamað- urinn, sem eitt sinn kvað róman- tísk ljóð. Ýmsir þeir, sem náð hafa langt í lífinu, eru sama marki brenndir: áræðnir, djarfir, duglegir ogvilja- sterkir. Þeir, sem þekkja Kristján Guðlaugsson, segja hann hafa þessa hæfileika til að bera í ríkum mæli, en kveða hann jafnframt samvinnuþýðan og þægilegan í umgengni við fólk. Árangur hans í lífinu stafi ekki minnst af þess- um kostum. Loftleiðir h.f. hafa eflzt og styrkzt jafnt og þétt síðan 1953. Velta félagsins var nálega 950 milljónir króna s. 1. ár. Þegar Kristján er spurður að því, hver sé eiginlega hlutur hans í uppbyggingu og rekstri Loftleiða, lætur hann ekkert uppi; segir, að þetta hafi þróazt, stjórnin hafi verið samstillt og þegar Loftleiðir hófu millilandaflug hafi tíminn verið heppilegur. Stjórnendur Loftleiða h.f. eru allir færir menn, uppfylla ítrustu skyldur og aldrei hefur borið skugga á samvinnuna, sem hefur varað í 14 ár. Völdu starfsliði á félagið einnig á að skipa. En verkin sýna merkin.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.