Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 14
FORSIÐUGREIN Menn ársins 1989 í atvinnulífinu á Islandi að mati Frjálsrar versl- unar og Stöðvar 2 hafa aðeins rekið fyrirtæki sitt, Samherja hf. á Akureyri, í sex ár. Þeir eru frændur og aðeins 35 og 37 ára að aldri. Þorsteinn Már Baldv- insson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, er skipaverkfræðingur og jafnframt stýrimaður að mennt. Þorsteinn Vilhelmsson er skipstjóri á Akureyrinni og Kristján Vilhelmsson vélfræð- ingur var fyrst yfirvélstjóri á Ak- ureyrinni, en er nú kominn í land og sér um viðhald og af- greiðslu allra skipa Samherja hf. Þeir félagar eiga um 98% hlutafjár í félaginu að jöfnum hluta. Þeir frændur eiga ættir að rekja til sjómanna langt aftur. Hér verða ættir þeirra ekki raktar lengra en að nefna að feður þeirra eru tvíburabræðumir Vilhelm Þorsteinsson framkvæmda- stjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Baldvin Þorsteinsson fyrrum skipstjóri á Súlunni EA. Á sex árum hafa þeir gert Sam- herja hf. að einu allra öflugasta og glæsilegasta útgerðar- fyrirtæki landsins. Þeir hafa byggt það úr engu og upp í að vera stórveldi á íslenskan mæli- kvarða á svo skömmum tíma. Árang- ur þeirra er engin tilviljun, eins og fram kemur hér á eftir. Ævintýrið hófst vorið 1983 þegar þeir keyptu togarann Guðstein sem þá hafði legið lengi aðgerðarlaus og skuldum vafinn. Guðsteinn var einn af pólsku togurunum sem hingað komu, en skrokkar þeirra og aðalvélar eru talin mjög sterk. Áður en kaupin voru gerð höfðu þeir frændur skoðað skip- ið gaumgæfilega og lagt mat sitt á þær breytingar og viðgerðir sem gera þurfti. Þeir lögðu ítarlegar áætlanir sínar fyrir Landsbanka íslands og fleiri. Það merkilega gerðist að bank- inn ákvað að veðja á þessa ungu og galvösku menn þó þeir ættu engar eignir til að leggja fram í fyrirtækið. Einar Ingvarsson og Jónas Haralz höfðu með þeirra mál að gera í bank- Samherjafrændur frá Akureyri menn ársins 1989 í íslensku viðskiptalrfi TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON O.FL. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.