Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 21
AKUREYRIN MEÐ 6000 TONN - RŒTT VIÐ ÞORSTEIN VILHELMSSON SKIPSTJÓRA í brúnni á Akureyrinni. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri, annar frá vinstri. Einn af mönnum ársins 1989 og eigendum Samherja hf. er Þorsteinn Vilhelmsson skip- stjóri. Vegna valsins á mönnum ársins náði Frjáls verslun tali af honum þar sem hann var við veiðar á Akureyrinni norður af Kögri í kulda og ís. Við spurðum hann fyrst, hvemig hefði gengið á þessu ári. „Akureyrin fiskar um 6000 tonn á þessu ári sem er svipað og í fyrra. Þessi árangur næst vegna þess að við höfum aflað okkur kvóta og útgerðin hefur gengið áfallalaust. Við höfum verið heppnir, skipið hefur gengið og við erum með góðan mannskap. Það er ekki hægt að kvarta og ekki er hægt að segja annað en þetta hafi gengið ljómandi vel í ár, eins og lengst af þessi sex ár sem við höfum verið í útgerð. Ég hef verið skipstjóri á Ak- í upphafi tók það okkur nokkum tíma að læra á skipið og þessa nýju tækni. Við, sem erum sjómenn á frystitogurum, þurfum að tileinka okkur önnur vinnubrögð en þeir sem veiða eingöngu en vinna ekki fiskinn um borð. Við þurfum að umgangast hráefnið af meiri gætni og við getum ekki bara hugsað um að fiska. Þetta gengur vel og allir um borð em sér þess fullkomlega meðvitaðir að vinna okkar er í matvælaiðnaði allan tí- mann. Þetta hafa okkar menn skilið og það er eitt af lykilatriðunum. Skiln- ingur á þessu hefur einnig veruleg áhrif á kjör sjómannanna." Er Þorsteinn bjartsýnn á áfram- haldandi velgengni? „Ég hef helst áhyggjur af því að það er minni fiskur í sjónum en verið hefur á undanfömum árum. Nú er beitt miklu meiri tækni til að ná því afla- magni sem nú næst. Það þarf að hafa mun meira fyrir því en áður vegna þess að það er minna af fiski í sjónum. Sérstaklega finnst mér áberandi hvað það er miklu minna af karfa. Ég er hræddur við stofninn. Þorskurinn kemur og fer þannig að það er erfið- ara að segja til um hann. Ég er ekki að tala um hrun, heldur minnkun. Ég er sannfærður um að friðun sjávarspen- dýra hefur þama stórkostleg áhrif til hins verra. Sjómenn verða varir við miklu meira af hval í sjónum en var til skamms túna. Ég óttast þá aukningu alveg rosalega. Hvalurinn étur frá okkur fiskinn og selurinn gerir stór- bölvun líka. Svo étur hvalurinn einnig fæðuna frá fiskinum, en hann tekur stóran toll af loðnu, svifi og smádýr- um. Friðun sjávarspendýra er komin út í öfgar og veldur því að lífsbjörgin verður með þessu áframhaldi tekin af okkur íslendingum í miklum mæli. Stjómmálamenn verða að gera upp hug sinn, hvort þeim þykir vænna um hvalinn eða framtíð íslensku þjóðar- innar. “ ureyrinni allan tímann og úthaldið hef- ur verið 6-10 mánuðir á ári hjá mér en l.stýrimaður leysir mig af og er með skipið á móti mér þegar ég er í landi að sinna öðrum verkefnum. sú að menn ársins 1989 í atvinnulífinu á íslandi séu frændumir þrír, sem eiga og reka útgerðarfélagið Samherja hf. á Ak- ureyri, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri, Þorsteinn Vil- helmsson skipstjóri og Kristján Vil- helmsson vélfræðingur. Ferill þeirra í útgerðinni er ekki nema sex ár, en hann er afar glæsilegur. Þeir hafa á þessurn árum byggt upp öflugt og traust fyrirtæki sem rekið hefur verið með hagnaði allan tímann og skilað mikl- um verðmætum íþjóðarbúið. Þeir félag- ar eru aðeins 35 og 37 ára að aldri og hófu atvinnurekstur sinn með tvær hendur tómar. Uppbygging fyrirtækis- ins hefur verið markviss og ótrúlega ör og árið 1989 er metár í umsvifum og starfsemi Samheija hf. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.