Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.12.1989, Qupperneq 44
AÆTLUN Em MIKILVÆGASTA STJÓRNTÆKIÐ RÆTT VIÐ ÞÓRÐ SVERRISSON FORMANN STJÓRNUNARFÉLAGSINS Þórður Sverrisson formaður stjórnunarfélag Islands. Stjórnunarfélag ís- lands hefur í gegnum tíð- ina staðið fyrir fjölbreytt- um námskeiðum um áætlanagerð og haldið uppi öflugri umræðu um nauðsyn þess að nota áætlanir sem stjórntæki við rekstur fyrirtækja. Lögð hefur verið áhersla á að kynna áætlanagerð í heild, en kennsla mest verið um gerð fjárhags- áætlana, þ.e. rekstrar-, greiðslu- og fjárfesting- aráætlana. Þá hefur fé- lagið síðasta áratug efnt til spáfestu í lok hvers árs, þar sem stjórnmála- menn, sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja hafa reynt að segja fyrir um horfur í efnahagsmál- um og um rekstrarum- hverfi fyrirtækja fyrir ár- ið á eftir. Við spurðum Þórð Sverrisson formann Stjórnunarfélagsins hvemig áætlanagerð væri almennt háttað í rekstri íslenskra fyrirtækja og hvar við værum stödd í þeim efn- um miðað við nágrannaþjóðirn- ar. „Áætlanagerð hér á landi á ekki að baki sömu hefðir og í nágrannalöndum okkar og í fyrstu var hún einkum unn- in af opinberum aðilum. Sjálfsagt hafa áætlanir þá verið unnar með svipuðu sniði og í Danmörku, þaðan sem okk- ar stjórnunarþekking kom á þeim tíma, og fyrst og fremst var þá unnið að fjárlagagerð ríkisins og gerð fjár- hagsáætlana fyrir stærstu sveitarfé- lög. Á þessum tíma voru áætlanir fyrst og fremst notaðar til að ákveða útgjöld opinberra aðila en gildi áætl- ana hefur breyst með tímanum, og í dag eru áætlaðar eitt mikilvægasta stjórntæki í rekstri hvers fyrirtækis. Ég tel að á síðustu 10-15 árum hafí áætlanagerð fleygt mjög fram hér á landi og hafa einkafyrirtæki haft for- ystu um þá þróun. Ymislegt veldur því, og má þar fyrst nefna að í rekstri fyrirtækja er áætlunin eitt traustasta stjórntæki sem hægt er að nota til að fylgjast með því hvort rekstur fyrir- tækisins gengur eins og stjómendur hafa gert ráð fyrir eða sett sér markmið um. Einnig hafa lánastsofnanir, bæði innlendar og erlendar, krafist vandaðrar áætlana- gerðar, til þess að fyrirtæki geti sýnt fram á hvernig þau ætla að greiða til baka lán sem þau hafa fengið til síns rekstr- ar. Þá veldur ekki minna að stjórnendur fyrirtækja hafa hlotið meiri menntun um stjórnun og rekstur, bæði hérlendis og erlendis, og hafa því ágætar forsendur til að þróa vandaðar áætlanir og nota þær markvisst sem stjómtæki. Almennt tel ég því að fyrir- tækjum hafi miðað ágætlega við gerð fjárhagsáætlana, en við erum skammt á veg komin við að þróa formlega stefnu- mótun eða gerð áætlana til lengri tíma og eigum langt í land með að ná sömu tökum á stefnumótandi áætlanagerð og fyrirtæki í okkar helstu við- skiptalöndum“, sagði Þórður Sverrisson. Nú er því jafnan borið við að erfitt sé að átta sig á þróun efnahagsmála hér á landi vegna mikillar verðbólgu og sveiflna í þjóðarbúskapnum. Við spurðum Þórð um þetta atriði og hvort þessi margumtöluðu ytri áhrif væru meiri hér en í öðmm samfélög- um. „Vissulega er talsverð óvissa í ís- lensku efnahagslífi sem helst má rekja til sveiflu í veiðum og sölu sjávar- afurða. En hinu má ekki horfa fram hjá að margt er stöðugt í rekstrarum- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.