Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 46

Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 46
ERLENT „LYKLAUNGUNGAR" VEIKIR FYRIR AFENGIOG FIKNIEFNUM —EINVERA EFTIR SKÓLATÍMA BÝÐUR HÆTTUNNIHEIM Kannanir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, sýna að þeim unglingum, sem koma að tómu húsi heima hjá sér eftir skólavist eða þeim sem kalla mætti „lyklaunglinga“, er helm- ingi hættara en öðrum til að lað- ast að víndrykkju, reykingum og neyslu eiturlyfja. f þessum efnum virðist engu skipta hvort unglingamir komi frá „vel stæðum" eða „fátækum“ heimilum, hvort þeir búi með báðum foreldrum sínum eða aðeins öðru þeirra eða hvort þeir fái háar einkunnir eða lág- ar. Könnunin náði til tæplega 5000 nemenda í 8. bekk og 2185 foreldra þeirra. í niðurstöðum könnunarinnar segir orðrétt: „Sjálfforræðið elur á þeirri trú meðal unglinga á gelgju- skeiði, að þeir geti á eigin spýtur — og án þess að ráðfæra sig við foreldra eða aðra — tekið veigamiklar ákvarð- anir; ákvarðanir sem aðstandendur þeirra myndu aldrei samþykkja. Þeir hafa tilhneigingu til að vilja sýnast eldri og reyndari en þeir eru.“ 29% þeirra unglinga, sem rætt var við, voru einir heima í 11 klukkustund- ir eða meira á viku hverri. Meðal þeirra var neysla áfengis, vindlinga og eiturlyfja helmingi algengari en meðal hinna, sem lutu stjóm einhvers full- orðins eftir skólatíma. Einnig þeir, sem voru einir heima 5-10 stundir á viku, hneigðust frekar til óreglu en hinir sem lutu einhverri stjórn heimafyrir; alkóhólneysla þeirra var 1,7 sinnum meiri en hinna, reykingar 1,6 sinnum algengari og fíkniefnaneysla 1,5 sinnum algengari. Engar tölur liggja fyrir um þann mikla fjölda bandarískra unglinga, sem koma að „tómu“ húsi eftir skóla- göngu, en þeim fer fjölgandi eftir því sem fleiri húsmæður neyðast til að fara út á vinnumarkaðinn til að láta enda ná saman fjárhagslega við rekst- ur heimilisins. Könnunin þykir undirstrika þá staðreynd að því lengur sem ungling- ar eru einir og verða að sjá fyrir sér sjálfir þeim mun hættara er þeim í ólgusjó nútímalífs. Forsvarsmenn Miðvikudaginn 20. september sl. kynnti Apple Computer hinn langþráða „ferða-Mac“ sinn með pomp og prakt í Los Angeles, þar sem bæði var beitt leisiljósa- dýrð og rokktónlist. Bandarísk blöð skýrðu frá því að aðstæður hefðu verið hinar ákjósanleg- ustu þegar kynna átti jafn lang- þráða tölvu og veita svör við jafn mörgum brennandi spurning- um. Menn eru ekki á einu máli um þessa nýju tölvu, sumir meira að segja allt að því vonsviknir. Richard Shaffer, ritstjóri frétta- bréfsins Technologic segir: „Hún er of þung, of seinvirk og of dýr. Það er leitt að þessi langþráða tölva skuli ekki standast samanburð við aðrar Apple tölvur.“ Aðrir sérfræðingar lofa nýju tölv- una fyrir einstaklega skýran skjá en viðurkenna að hún sé í þyngsta lagi — 15 ensk pund —, heili hennar sé nokkuð seinvirkur og gamaldags og hún sé dýr, 5.700 til 6.500 dollarar á neytendamarkaði í Bandaríkjunum eða að meðaltali um 3-400 þúsund kr. ísl. Fyrir tveimur árum hefðu þessir eiginleikar tölvunnar ekki þótt vera löstur. En síðan hafa önnur tölvufyrir- tæki eins og NEC og Zenith kynnt könnunarinnar mæla því með því að unglingaskólar skipuleggi tómstunda- starf unglinga strax að loknum skóla- tíma; þeim gefist kostur á skátastarfi eða annarri starfsemi menningar- og hjálparfélaga, sem nú sé ekki á boð- stólum. ferðatölvur sem vega 6 ensk pund og kosta 3000 dollara. Þær skyggja því verulega á þennan nýja meðlim Mac- fjölskyldumiar. Þrátt fyrir þetta telja markaðssér- fræðingar að nýja tölvan muni ná góðri sölu. „Hún er einföld og auðveld í meðförum. Og fólk mun ekki láta þyngd hennar ráða úrslitum. Hún op- inberar engin ný og áður óþekkt leyndarmál en margir hafa beðið hennar og margir munu kaupa hana“ er haft eftir einum markaðssérfræð- inganna. Apple er ekki í samvinnu við nokkurn annan framleiðenda PC- tölvu, svo fyrirtækið þarf ekki að upp- fylla neinar sérstakar óskir varðandi útlit og lag sinnar framleiðslu. Þess vegna er því spáð að 100 þús- und Mac-ferðatölvur seljist á næsta ári og „jafnvel lægsta söluspáin — 50 þúsund tölvur — er viðunanleg," er haft eftir Bruce Stephen hjá Interna- tional Data Corp. Apple er síðast allra hinna stóru tölvufyrirtækja til að ráðast inn á ferðatölvumarkaðinn. Þar er sam- keppnin mikil og vægðarlaus enda eftir miklu að sælast því gert er ráð fyrir að hreinar tekjur af sölu ferða- tölva verði á næsta ári 3,5 milljarðar dollara — eða 25% hærri en á þessu ári. Þýtt og endursagt: A.St. - Florida NYI „FERÐA-MAKKINN“ VERÐUR UMDEILDUR EN EFTIRSÓTTUR 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.